,,Pólitískt leikrit“
Félag atvinnurekenda rökstyður í erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) að umsókn Íslandspósts ohf. um greiðslur úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna áranna 2013 til 2017 sé ólögmæt. Lög og reglugerð um póstþjónustu gera eingöngu ráð fyrir að sótt sé um framlög úr sjóðnum fyrirfram.
Fram hefur komið í fréttum að Íslandspóstur hyggist endurgreiða 1.500 milljóna króna lán frá skattgreiðendum með framlagi úr jöfnunarsjóðnum. Í svari Póstsins til fjárlaganefndar Alþingis kom fram að þegar hefði verið sótt um slíkt framlag til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna áranna 2013 til 2017 vegna „ófjármagnaðrar alþjónustubyrði“. Forstjóri PFS hefur sagt við fjölmiðla að beiðnin sé í „stjórnsýslulegu ferli“.
Skýrar reglur: Sækja þarf um fyrirfram
Í erindi FA eru ákvæði laga og reglugerðar um slíkar umsóknir rakin. Í 27. grein laga um póstþjónustu segir um framlög úr jöfnunarsjóði: „Fjárframlög eru veitt til eins árs í senn og skal endurnýja umsóknir um fjárframlög fyrir settan tíma. Ráðherra setur nánari reglur um umsóknir um fjárframlög úr jöfnunarsjóði og afgreiðslu þeirra í reglugerð um alþjónustu.“
Í 9. grein reglugerðar um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003 er fjallað um umsóknir um fjárframlög vegna alþjónustu. Þar segir m.a.: „Rekstrarleyfishafi, sem gert hefur verið að veita alþjónustu, skal fyrir 1. september ár hvert sækja skriflega til Póst- og fjarskiptastofnunar um fjárframlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu á komandi ári.
Nú hefur Póst- og fjarskiptastofnun, innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í 1. mgr., fengið beiðni um fjárframlög vegna alþjónustu og skal stofnunin þá kanna hvort þjónustan falli undir ramma alþjónustu og hvort hún verði tryggð með öðrum hagkvæmari hætti. Eigi síðar en 15. október skal Póst- og fjarskiptastofnun gera grein fyrir fjárþörf jöfnunarsjóðsins á næsta ári. Jöfnunargjald skal ákveðið með lögum í samræmi við fjárþörfina.“
Umsókn Íslandspósts um fjárframlag úr jöfnunarsjóði barst Póst- og fjarskiptastofnun þann 30. október 2018 vegna taps á samkeppnisrekstri fyrirtækisins á árunum 2013 til 2017. Í erindi FA er bent á að regluverkið sé skýrt; sækja verði um styrki úr jöfnunarsjóði alþjónustu fyrirfram. Beiðni Íslandspósts sé hins vegar afturvirk, þvert á ákvæði reglugerðarinnar. Skilyrði fyrir efnismeðferð beiðni Íslandspósts séu því ekki uppfyllt og beri að vísa erindinu frá.
Keppinautar látnir fjármagna taprekstur?
Fram hefur komið að jöfnunarsjóður alþjónustu sé tómur og að kæmi til þess að gjöld yrðu lögð á póstfyrirtæki til að fjármagna hann, myndi Íslandspóstur væntanlega greiða stærstan hluta þeirra miðað við núverandi umsvif í póstþjónustu sem flokkast getur undir alþjónustu. FA bendir hins vegar á það í bréfinu að með fyrirhuguðu afnámi einkaréttar Íslandspósts á bréfapósti yrðu lögð gjöld á nýja aðila sem kæmu inn á markaðinn til að fjármagna jöfnunarsjóðinn. Ef beiðni Póstsins næði fram að ganga yrði það fyrsta, sem nýjum aðilum yrði gert að gera við afnám einkaréttar, að standa straum af taprekstri á samkeppnishlið Íslandspósts allt aftur til ársins 2013.
Ekki hægt að taka upp fyrri ákvarðanir
Félag atvinnurekenda rifjar jafnframt upp að samkvæmt ákvörðunum og yfirlitum PFS hefur Íslandspósti að fullu verið bættur kostnaður vegna alþjónustu í gegnum gjaldskrá einkaréttarrekstrar fyrirtækisins. Í ákvörðun PFS frá 2015 var lagt mat á byrði Póstsins vegna alþjónustu. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála staðfesti þá ákvörðun árið 2016. FA telur að ekki sé hægt að taka upp fyrri ákvarðanir PFS um alþjónustubyrði Íslandspósts: „Það vekur því furðu ef PFS ætlar nú, árið 2019, að taka aftur til efnislegrar umfjöllunar byrði vegna alþjónustu allt aftur til ársins 2013, sérstaklega í ljósi þess að hún hefur þegar verið samþykkt af stofnuninni á grundvelli 2. málsl. 6. mgr. 16. gr. laga um póstþjónustu og lögð til grundvallar lögbundnum gjaldskrárákvörðunum stofnunarinnar innan einkaréttar.“
Tap vegna Kínasendinga á ábyrgð Póstsins
FA ítrekar jafnframt í bréfinu til PFS fyrri ábendingar, um að tap vegna svokallaðra Kínasendinga sé alfarið á ábyrgð Íslandspósts sjálfs. Fyrirtækinu hafi í raun borið skylda til að innheimta nægilega hátt umsýslugjald vegna erlendra póstsendinga þannig að það tapaði ekki á þeim, en kosið að gera það ekki. Tap Póstsins, sem megi fyrst og fremst rekja til undirverðlagningar á samkeppnismörkuðum, geti því aldrei komið til skoðunar á grundvelli alþjónustubyrði.
Pólitískt leikrit
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að svo virðist sem Íslandspóstur hafi kosið að setja á svið pólitískt leikrit í þeim tilgangi að láta líta svo út að fyrirtækið eigi einhverja möguleika á að endurgreiða lánið frá skattgreiðendum. „Það hlýtur að hafa blasað við stjórnendum Íslandspósts frá upphafi að þeir gætu ekki sótt um afturvirk framlög úr tómum sjóði. Það gengur alls ekki að Póst- og fjarskiptastofnun taki þátt í þessu leikriti,“ segir Ólafur. „Ríkissjóður fær þessa peninga ekki aftur. Það ber að fagna því að nú fari fram stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti, sem vonandi leiðir fram þær röngu ákvarðanir, sem liggja að baki þeirri hörmulegu stöðu sem fyrirtækinu hefur verið komið í.“
Erindi FA til PFS
Fram hefur komið í fréttum að Íslandspóstur hyggist endurgreiða 1.500 milljóna króna lán frá skattgreiðendum með framlagi úr jöfnunarsjóðnum. Í svari Póstsins til fjárlaganefndar Alþingis kom fram að þegar hefði verið sótt um slíkt framlag til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna áranna 2013 til 2017 vegna „ófjármagnaðrar alþjónustubyrði“. Forstjóri PFS hefur sagt við fjölmiðla að beiðnin sé í „stjórnsýslulegu ferli“.
Skýrar reglur: Sækja þarf um fyrirfram
Í erindi FA eru ákvæði laga og reglugerðar um slíkar umsóknir rakin. Í 27. grein laga um póstþjónustu segir um framlög úr jöfnunarsjóði: „Fjárframlög eru veitt til eins árs í senn og skal endurnýja umsóknir um fjárframlög fyrir settan tíma. Ráðherra setur nánari reglur um umsóknir um fjárframlög úr jöfnunarsjóði og afgreiðslu þeirra í reglugerð um alþjónustu.“
Í 9. grein reglugerðar um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003 er fjallað um umsóknir um fjárframlög vegna alþjónustu. Þar segir m.a.: „Rekstrarleyfishafi, sem gert hefur verið að veita alþjónustu, skal fyrir 1. september ár hvert sækja skriflega til Póst- og fjarskiptastofnunar um fjárframlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu á komandi ári.
Nú hefur Póst- og fjarskiptastofnun, innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í 1. mgr., fengið beiðni um fjárframlög vegna alþjónustu og skal stofnunin þá kanna hvort þjónustan falli undir ramma alþjónustu og hvort hún verði tryggð með öðrum hagkvæmari hætti. Eigi síðar en 15. október skal Póst- og fjarskiptastofnun gera grein fyrir fjárþörf jöfnunarsjóðsins á næsta ári. Jöfnunargjald skal ákveðið með lögum í samræmi við fjárþörfina.“
Umsókn Íslandspósts um fjárframlag úr jöfnunarsjóði barst Póst- og fjarskiptastofnun þann 30. október 2018 vegna taps á samkeppnisrekstri fyrirtækisins á árunum 2013 til 2017. Í erindi FA er bent á að regluverkið sé skýrt; sækja verði um styrki úr jöfnunarsjóði alþjónustu fyrirfram. Beiðni Íslandspósts sé hins vegar afturvirk, þvert á ákvæði reglugerðarinnar. Skilyrði fyrir efnismeðferð beiðni Íslandspósts séu því ekki uppfyllt og beri að vísa erindinu frá.
Keppinautar látnir fjármagna taprekstur?
Fram hefur komið að jöfnunarsjóður alþjónustu sé tómur og að kæmi til þess að gjöld yrðu lögð á póstfyrirtæki til að fjármagna hann, myndi Íslandspóstur væntanlega greiða stærstan hluta þeirra miðað við núverandi umsvif í póstþjónustu sem flokkast getur undir alþjónustu. FA bendir hins vegar á það í bréfinu að með fyrirhuguðu afnámi einkaréttar Íslandspósts á bréfapósti yrðu lögð gjöld á nýja aðila sem kæmu inn á markaðinn til að fjármagna jöfnunarsjóðinn. Ef beiðni Póstsins næði fram að ganga yrði það fyrsta, sem nýjum aðilum yrði gert að gera við afnám einkaréttar, að standa straum af taprekstri á samkeppnishlið Íslandspósts allt aftur til ársins 2013.
Ekki hægt að taka upp fyrri ákvarðanir
Félag atvinnurekenda rifjar jafnframt upp að samkvæmt ákvörðunum og yfirlitum PFS hefur Íslandspósti að fullu verið bættur kostnaður vegna alþjónustu í gegnum gjaldskrá einkaréttarrekstrar fyrirtækisins. Í ákvörðun PFS frá 2015 var lagt mat á byrði Póstsins vegna alþjónustu. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála staðfesti þá ákvörðun árið 2016. FA telur að ekki sé hægt að taka upp fyrri ákvarðanir PFS um alþjónustubyrði Íslandspósts: „Það vekur því furðu ef PFS ætlar nú, árið 2019, að taka aftur til efnislegrar umfjöllunar byrði vegna alþjónustu allt aftur til ársins 2013, sérstaklega í ljósi þess að hún hefur þegar verið samþykkt af stofnuninni á grundvelli 2. málsl. 6. mgr. 16. gr. laga um póstþjónustu og lögð til grundvallar lögbundnum gjaldskrárákvörðunum stofnunarinnar innan einkaréttar.“
Tap vegna Kínasendinga á ábyrgð Póstsins
FA ítrekar jafnframt í bréfinu til PFS fyrri ábendingar, um að tap vegna svokallaðra Kínasendinga sé alfarið á ábyrgð Íslandspósts sjálfs. Fyrirtækinu hafi í raun borið skylda til að innheimta nægilega hátt umsýslugjald vegna erlendra póstsendinga þannig að það tapaði ekki á þeim, en kosið að gera það ekki. Tap Póstsins, sem megi fyrst og fremst rekja til undirverðlagningar á samkeppnismörkuðum, geti því aldrei komið til skoðunar á grundvelli alþjónustubyrði.
Pólitískt leikrit
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að svo virðist sem Íslandspóstur hafi kosið að setja á svið pólitískt leikrit í þeim tilgangi að láta líta svo út að fyrirtækið eigi einhverja möguleika á að endurgreiða lánið frá skattgreiðendum. „Það hlýtur að hafa blasað við stjórnendum Íslandspósts frá upphafi að þeir gætu ekki sótt um afturvirk framlög úr tómum sjóði. Það gengur alls ekki að Póst- og fjarskiptastofnun taki þátt í þessu leikriti,“ segir Ólafur. „Ríkissjóður fær þessa peninga ekki aftur. Það ber að fagna því að nú fari fram stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti, sem vonandi leiðir fram þær röngu ákvarðanir, sem liggja að baki þeirri hörmulegu stöðu sem fyrirtækinu hefur verið komið í.“
Erindi FA til PFS
Umræða