• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Laugardagur, 12. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Húsnæðisbætur hækka um 13,8% – Eignaskerðingamörk vaxtabóta hækkuð um 50% 

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
26. janúar 2023
in Fréttir, Innlent, Viðskipti
A A
0

Um áramótin tóku gildi breytingar á húsnæðisstuðningi sem boðaðar voru í yfirlýsingu ríkisstjórnar í tengslum við kjarasamninga. Breytingarnar felast einkum í hækkun eignaskerðingarmarka vaxtabótakerfisins og hækkun grunnfjárhæða húsnæðisbóta. 

Eignaskerðingamörk vaxtabóta hækkuð um 50% 

Alþýðusambandið hefur áður bent á hvernig vaxtabótakerfið hefur verið markvisst veikt undanfarinn áratug. Þetta hefur gerst með frystingu fjárhæða kerfisins sem að mestu hafa verið óbreyttar frá árinu 2010. Vaxtabætur ráðast á endanum af samspili af vaxtabótum og svo þeim vaxtagjöldum sem telja má fram ásamt stöðu eigna og skulda.  

Öðru fremur hefur eignaskerðing veikt kerfið. Fyrir núverandi breytingu hófst eignaskerðing hjá sambúðarfólki þegar eigið fé var orðið 8 milljónir. Upphæðin hafði ekki tekið breytingum í fjögur ár þrátt fyrir mikla hækkun eignaverðs. Afleiðingar þess að frysta eignaskerðingamörkin eru þær að vaxtabætur byrja að skerðast við það sem flokka má sem eðlilegt eigið fé í húsnæði, þ.e. 20%. Miðað við meðalíbúð í Kópavogi voru vaxtabætur sambúðarfólks 2022 um 40% skertar við 25% eigið fé og nærri fullu skertar við 30% eigið fé.  Svo hraðar skerðingar geta haft veruleg íþyngjandi áhrif á þá sem hafa keypt húsnæði á síðustu árum og verða fyrir hækkun vaxta og skerðingu vaxtabóta á sama tíma.  

Með 50% hækkun eignaskerðingarmarka byrja vaxtabætur að skerðast við 12 milljónir hjá sambúðarfólki og 7,5 milljónir hjá einstaklingum, þær eru að fullu skertar við 12 milljónir í eigið fé hjá einstaklingum og 19 milljónir í eigið fé hjá sambúðarfólki. 

Myndin að ofan sýnir áhrifin miðað við meðalverð á 90 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Ljósgráa línan sýnir kerfið eins og það var árið 2010. Þá hófst eignaskerðing ekki fyrr en upp úr 30% eigið fé og voru bætur ekki að fullu skertar vegna eigna fyrr en við 50% eigið fé.  

Rauða línan sýnir áhrifin af núverandi kerfisbreytingu hjá sambúðarfólki. Skerðing eigna hefst við meira eigið og færir kerfið nær því sem það var árið 2015. Áhrifin eru þau að þeim fjölgar sem fá greiddar vaxtabætur en áætluð tekjuáhrif á ríkissjóð eru 600 milljónir. Eignaskerðing er þó áfram mjög hröð. Eignaskerðing hefst við um 20% eigið fé í meðalíbúð og vaxtabætur eru að fullu skertar við 35% eigið fé. Hjá barnlausum einstaklingum er skerðingin hraðari og vaxtabætur að fullu skertir við 20% eigið fé í meðalíbúð.  

Húsnæðisbætur hækka um 13,8%  

Breytingar voru gerðar á húsnæðisstuðningi árið 2017 þegar kerfi húsaleigubóta var lagt niður og í stað þeirra teknar upp svokallaðar húsnæðisbætur. Við breytinguna voru framlög til kerfisins aukin ásamt því að óskertar bætur hækkuðu úr 22 þúsund kr. á mánuði í 31 þús.  

Þrátt fyrir hækkun leiguverðs og þrönga stöðu leigjenda voru húsnæðisbætur óbreyttar á árunum 2017-2020. Síðustu tólf mánuði hafa húsnæðisbætur hækkað í tvígang. Vegna vaxandi verðbólgu tók gildi sérstök hækkun um mitt síðasta ár og á áramótum hækkuðu þær til viðbótar um 13,8%. 

Með 13,8% hækkun húsnæðisbóta á áramótum munu grunnbætur hafa hækkað um 8.200 krónur á árinu. Grunnbætur hjá einstaklingi eru nú 40.633 krónur en voru 32.460 krónur í upphafi síðasta árs. Hækkunin ásamt þeirri sem tók gildi um mitt ár verður til þess að grunnbætur eru óskertar hjá einstaklingi upp að 438 þúsund krónum á mánuði. Bætur skerðast þó fyrr hjá fleiri heimilismönnum.  Hjá einstaklingi sem er með 600 þúsund krónur á mánuði verða húsnæðisbætur 22 þúsund á mánuði eftir breytingu eða um 12 þúsund krónum hærri en ári áður.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Eru vegtollar lausnin?

    Hringveginum verður lokað í báðar áttir

    37 deilingar
    Share 15 Tweet 9
  • Strandveiðimenn mótmæla stjórnarandstöðunni við Alþingi, í dag og á morgun

    24 deilingar
    Share 10 Tweet 6
  • Michael Moore fjallar um glæpina sem gerðu Ísland gjaldþrota

    463 deilingar
    Share 185 Tweet 116
  • Ríflega 150% verðmunur á fiski – Veiðigjöld greidd í samræmi við heimatilbúið tombóluverð

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Málþóf minnihlutans stöðvað

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?