Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 – 05:00. Þegar þetta er ritað þá gista fjórir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 83 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.
Lögreglustöð 1 – Austurbær – Miðbær – Vesturbær – Seltjarnarnes:
Tilkynnt um aðila sem var að meðhöndla skammbyssu á almannafæri í hverfi 108. Lögregla var með töluverðan viðbúnað eins og alltaf í sambærilegum málum. Aðilinn var farinn af vettvangi þegar lögregla kom og hann fannst ekki þrátt fyrir leit. Málið er í rannsókn.
Tilkynnt um fjögurra bíla árekstur á Miklubraut, engin teljandi slys á fólki. Allar bifreiðarnar voru óökuhæfar eftir óhappið og voru fjarlægðar með dráttarbifreiðum.
Tveir ökumenn stöðvaðir við umferðareftirlit. Þeir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Málin afgreidd samkvæmt venju.
Tilkynnt um ölvaðan ferðamann sem gerði sig líklegan til slagsmála við dyraverði á öldurhúsi í hverfi 101. Þegar lögregla kom á vettvang hafði allt róast og ferðamaðurinn gekk sína leið.
Tilkynnt um aðila sem hafði ráðist á tvo aðra og skemmt heyrnatól í eigum annars. Aðilinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem meint fíkniefni fundust í fórum hans. Hann var vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur – Breiðholt:
Tilkynnt um aðila sem var með ólæti í almenningsvagni. Honum gert að yfirgefa vagninn og halda sína leið með öðrum hætti.
Tveir ökumenn stöðvaðir við umferðareftirlit. Þeir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Málin afgreidd samkvæmt venju.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur – Mosfellsbær – Árbær
Tilkynnt um aðila sem var að brjótast inn í gáma í hverfi 110. Hann var gripinn glóðvolgur á vettvangi. Handtekinn og vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Ökumaður stöðvaður við umferðareftirlit í hverfi 110. Hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Málið afgreitt samkvæmt hefðbundu ferli.