Klukkan 22:54 barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um eld í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ. Lögregla og sjúkra- og slökkvilið fór á vettvang á hæsta forgangi
Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var einn íbúi enn inni í húsinu en aðrir íbúar hússins komnir út. Skömmu síðar fannst íbúinn og var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur.
Aðrir íbúar, 15 talsins, voru fluttir á öruggan stað skammt frá vettvangi þar sem þau fá stuðning og liðsinni frá starfsmönnum Rauða Krossins.
Vinna viðbragðsaðila er enn á vettvangi og verður eitthvað áfram. Búið er að slökkva eldinn.
Rannsókn málsins er á frumstigi.
Umræða

