Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands
Þessi hópur hefur verið að skoða eldgosavá á Reykjanesskaga frá því 2001 og leitað lausna við að meta slíka vá. Hin síðari ár hefur þessi verkefni fleytt fram og nú svo komið að við getum metið líkur á eldgosi og helstu leiðir sem hraun muni renna ef til eldgoss kemur. Hér ætlum við að sýna nokkrar myndir er útlista langtíma ástand (mat á líklegustu stöðum hvar eldgos gæti orðið). Hvernig skammtímamat kemur út þegar jarðhræringar verða og út frá þeim breytingum hvert hraun muni líklega helst renna.
Fyrsta mynd sem hér kemur á eftir sýnir langtímamat á eldgosa áhættu. Því rauðari sem myndin verður því líklegara er að eldgos verði á svæðinu. Gildi eru umreiknuð upp í einn.
Mynd tvö sýnir hvernig áhættu matið breytist við jarðhræringar, þ.e. við metum það svo að þar sem jarðskjálftar verða séu meiri líkur á að gossprunga opnist á yfirborði (hér eru upplýsingar úr fyrstu mynd endurmetnar með tilliti til jarðskjálfta). Gildi umreiknuð upp í einn.
Mynd þrjú er afrakstur hraunrennslis hermilíkana eftir 1500 eldgos. Við mat á rennslislíkum eru mynduð eldgos innan rauðustu svæða í mynd 2. Hér sjáum við að hraun getur farið víða ef til eldgoss kemur. En hafa ber í huga að myndin sýnir líkur á hraunrennsli og gengur út frá eldgosum á ákveðnum svæðum (rauðustu svæðin á mynd 2).
Hagur slíkrar greiningar er að átta sig á fyrirfram hvar mestar eru líkur á að hraun renni. Þegar eldgoss hefst vitum við fljótt hvar gossprungan er og þá erum við fljót að átta okkur á hvaða svæði eru áhættan mest og viðbrögð verða markvissari.
Við gerð þessara útreikninga hafa unnið síðustu daga dr. William Moreland, dr. Muhammad Aufaristama og Ms. Þóra Björg Andrésardóttir, öll hluti af Eldfjallafræði og náttúrvárhópnum. Verkefnið hefur verið fjármagnað af Orkuveitu Reykjavíkur, Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og tveim Evrópuverkefnum, Vetools og EVE.
Þessi hópur hefur verið að skoða eldgosavá á Reykjanesskaga frá því 2001 og leitað lausna við að meta slíka vá. Hin…
Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Friday, 26 February 2021