Forsætisráðuneytinu hafa borist 15 umsóknir um embætti seðlabankastjóra sem auglýst var laust til umsóknar 20. febrúar sl. en frestur til umsóknar rann út á miðnætti 25. mars sl.
Sérstök hæfnisnefnd verður skipuð til þess að fara yfir umsóknirnar og meta hæfni þeirra, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.
Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra:
- Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra
Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands
Benedikt Jóhannesson, fyrrv. fjármála- og efnahagsráðherra
Gunnar Haraldsson, hagfræðingur
Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
Gylfi Magnússon, dósent
Hannes Jóhannsson, hagfræðingur
Jón Daníelsson, prófessor
Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins
Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands
Vilhjálmur Bjarnason, lektor
Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra
Umræða