-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

22 gamlir Sporðakastaþættir koma inn á Stöð 2 Maraþon

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Á allra næstu dögum munu 22 gamlir Sporðakastaþættir koma inn á Stöð 2 Maraþon. Þessir þættir voru teknir upp á árunum 1993 – 1999. Þættirnir voru á sínum tíma sýndir á Stöð 2 og hluti af þeim var gefinn út á VHS – spólum.
Eitthvað af þessu efni hefur verið hægt að nálgast á Youtube eða einhverjum deilingarsíðum en í ákaflega misjöfnum gæðum. Þessir þættir eru í eins góðum gæðum og tækni á síðustu öld leyfir. Þegar þeir verða komnir í sýningu verður farið yfir hér hvaða efni þetta er og hverjir koma við sögu. Skemmtileg upphitun fyrir nýja seríu af Sporðaköstum sem hefst 16. apríl á Stöð 2
Fyrsti Sporðakastaþátturinn fer í loftið á Stöð 2 þann 16. apríl. Það er þáttur tekinn upp í Miðfjarðará síðastliðið sumar. Þessir þrír verða í aðalhlutverki þ.e. Rabbi Rafn Valur Alfreðsson Jonni Jóhann Birgisson og laxinn. Þátturinn er töluvert lengri en venjulegur Sporðakastaþáttur. Það er bara vegna þess að….. kemur í ljós. Þvílík veisla sem Stöð 2 býður upp á í apríl. Sporðaköst og GOT lokasería. Það er vor í lofti.
Hér er komið fyrsta sýnishorn af því sem framundan er. Nú styttist í frumsýningu á fyrsta þætti. Við erum spennt og komið í okkur smá vor. Dagurinn er 16. apríl.
https://www.facebook.com/spordakost/videos/2276292279060265/