
Landsfundur Vinstri grænna vill hækka veiðigjaldið og leggja á auðlegðarskatt. Katrín Jakobsdóttir forsetisráðherra sagði í Silfrinu að það væri alveg rétt og segir það jafnvel líklegt að það muni skila sér í fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin mun leggja fram í vikunni. Hún sagðist ekki vilja þjófstarta með því að upplýsa hvað áætlunin felur í sér.
Það er forgangsmál ríkisstjórnarinnar að kveða niður verðbólgu í landinu, segir forsætisráðherra sem boðar minni ríkisútgjöld og aukna skattheimtu.
Umræða