Lóan er komin til landsins og vorið því líklega á næst leiti þó veðurspáin gefi það ekki til kynna þessa dagana.
Jason Orri Jakobsson, íbúi á Stokkseyri, kom auga á þónokkrar lóur þegar hann var í gönguferð í gær og fjallað var um það á vef ríkisútvarpsins. „Þær voru sem sagt átta í Eyrarbakkafjöru og ein á Stokkseyri. Svo var tilkynnt líka um eina í Sandgerði. Þetta eru fyrstu lóurnar sem ég hef séð á þessu svæði,“ segir Jason í viðtali við rúv.
https://gamli.frettatiminn.is/26/03/2023/vidvaranir-i-gildi-vegna-hrida-og-hvassvidris-frost-2-12-stig/
Umræða