Hugleiðingar veðurfræðings
Smálægð sem liggur við suðvesturströndina hreyfist til austurs í dag. Hún veldur snjókomu um landið sunnanvert fyrripart dagsins og á Norður- og Austurlandi seinnipartinn. Viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, á Suðausturlandi og á Austfjörðum vegna hríða því þar verður einnig hvasst. Vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát og fylgjast vel með veðurspám og ástandi á vegunum.
Það verður austlæg eða breytileg átt í dag 5-13 m/s, hvassast norðvestantil en gengur í suðaustan 13-18 á Suðausturlandi eftir hádegi. Svo snýst í norðvestan 8-15 vestantil á landinu með stöku éljum. Frost yfirleitt 0 til 8 en um frostmark við suðurströndina yfir daginn. Hvessir á Austfjörðum í nótt.
Norðan og norðaustan 5-10 á morgun en 10-18 sunnan- og austantil fram yfir hádegi. Él fyrir norðan, samfelldari snjókoma austantil en bjart að mestu sunnan- og suðvestanlands. Dregur hægt úr vindi og úrkomu seint á mánudag. Hiti breytist lítið
Austanátt 8-15 á þriðjudag en heldur hvassara syðst á landinu. Sums staðar dálítil væta en þurrt að mestu vestantil. Frost 2 til 8 stig í flestum landshlutum en hiti 0 til 4 stig suðvestantil yfir daginn. Spá gerð: 26.03.2023 06:43. Gildir til: 27.03.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Gengur í suðaustan 10-18 m/s með snjókomu eða skafrenningi á sunnanverðu landinu, en snýst í norðan 8-15 með stöku éljum vestantil síðdegis. Austan og norðaustan 8-15 og fer að snjóa norðan- og austanlands seinnipartinn og í kvöld. Frost 2 til 12 stig, kaldast norðaustantil, en í kringum frostmark syðst yfir hádaginn.
Norðan og norðaustan 5-13 m/s á morgun, en 13-20 suðaustantil. Él á norðanverðu landinu, en snjóar austanlands framan af degi, annars yfirleitt bjartviðri. Smám saman minnkandi vindur og úrkoma seinnipartinn og dregur úr frosti.
Spá gerð: 26.03.2023 09:44. Gildir til: 28.03.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austan 5-13 m/s, en 13-18 við suðurströndina. Dálítil él víða á landinu, en úrkomulaust að kalla á Vesturlandi. Frost víða 1 til 8 stig, en frostlaust syðst.
Á miðvikudag:
Austanátt, víða 10-15 m/s og snjókoma eða slydda, en 15-20 og rigning syðst, úrkomusamast suðaustanlands. Hiti víða 0 til 4 stig, en vægt frost fyrir norðan.
Á fimmtudag:
Ákveðin austlæg átt og rigning eða slydda með köflum en úrkomuminna vestantil. Hiti 0 til 6 stig.
Á föstudag:
Austlæg átt með rigningu, einkum suðaustantil og mildu veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir austlæga átt, rigningu eða slyddu með köflum og lítið eitt kólnandi veður.
Spá gerð: 26.03.2023 07:42. Gildir til: 02.04.2023 12:00.