Í dag var hæg breytileg átt á landinu og sól víða um land. Hiti var víða á bilinu 5 til 10 stig og náði 12 gráðum en svalara var austanlands. Í höfuðborginni var sól og hiti og einnig í nágrenninu t.d. á Álftanesi, þar sem forsíðumyndin var tekin í dag.
Á morgun er vindur áfram með allra hægasta móti. Þá má búast við léttskýjuðu og fallegu veðri víða á norðan- og austanverðu landinu. Á Suður- og Vesturlandi verða áfram ský á himni, þó ekki sé loku fyrir það skotið að sjáist til sólar á milli þeirra. Áfram má búast við smávegis skúrum á stöku stað.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt í dag. Bjartviðri á Norðurlandi og Vestfjörðum, en skýjað að mestu í öðrum landshlutum og smáskúrir sunnanlands.
Áfram hægur vindur á morgun. Léttskýjað um landið norðan- og austanvert. Skýjað með köflum á Suður- og Vesturlandi og dálitlir skúrir á stöku stað.
Hiti víða 5 til 10 stig að deginum.
Spá gerð: 26.04.2020 09:06. Gildir til: 28.04.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Hægviðri og víða léttskýjað. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast suðvestantil.
Á miðvikudag:
Norðan 3-8 m/s, en 8-13 norðaustanlands eftir hádegi. Bjartviðri, en þykknar upp norðanlands síðdegis. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á fimmtudag:
Norðaustanátt með skýjuðu veðri á Norður- og Austurlandi og hita 0 til 5 stig, en bjart sunnan heiða og hiti að 10 stigum yfir daginn.
Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt, skýjað og lítilsháttar skúrir, en þurrt norðanlands. Hiti 3 til 9 stig.
Á laugardag:
Útlit fyrir vestlæga átt með dálítilli rigningu, en þurrt um landið austanvert.
Spá gerð: 26.04.2020 07:45. Gildir til: 03.05.2020 12:00.