Ásdís Rán Gunnarsdóttir sendi frá sér neðangreinda færslu á samfélagsmiðlinum Facebook undir yfirskriftinni „MEIRA RUGLIГ
Þar lýsir hún yfir vonbrigðum með að Gallup hafi ekki birt nafn sitt á listanum yfir þá sem hafa náð meðmælendum til forsetakjörs en fyrirtækið var með könnun þar sem spurt var: ,,Hvern myndir þú kjósa ef kosið væri til embættis forseta í dag?“
,,Það er erfitt að mælast í könnun sem maður er ekki tekinn með í“ Segir Ásdís Rán og varla hægt að mótmæla því.
,,Ég gef kost á mér fyrir þá sem þrá breytingar frá gömlum gildum“
Umræða