Slökkviliðið bjargar starfsmönnum sem voru fastir á 4. og 7. hæð turnsins á brunaæfingu
Starfsmenn bæjarskrifstofanna héldu brunaæfingu í góða veðrinu í gær í samvinnu við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
Brunakerfi ráðhússins á Garðatorgi fór í gang og starfsmenn áttu að fara út um næstu flóttaleið og á fyrirfram skilgreint söfnunarsvæði sem er á miðju Garðatorgi.
Slökkviliðið fékk einnig að æfa sig í að bjarga starfsmönnum sem voru fastir á 4. og 7. hæð turnsins, m.a. með reykköfunarbúnaði og körfulyftu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Æfingin gekk mjög vel.
Umræða