Þann 27. júní næstkomandi fara fram forsetakosningar á Íslandi og eru forsetaframbjóðendurnir tveir að þessu sinni, þeir Guðmundur Franklín Jónsson og sitjandi forseti Guðni Th. Jóhannesson. Samkvæmt könnuninni sem hefur verið í gangi í sólarhring á dv.is og er nú lokið, er lítill munur á fylgi þeirra og það þrátt fyrir að kosningabaráttan sé varla byrjuð.
Núna sýnir könnunin sem virðist vera umfangsmikil og með mikla þáttöku upp á tug þúsundir þátttakenda að Guðmundur Franklín Jónsson fær um 44% og sitjandi forseti Guðni Th. Jóhannesson tæp 49% um 7% voru óákveðnir eða ætluðu ekki að taka þátt. Alls tóku 27. 115 IP tölur þátt skv. upplýsingum sem birtust áðan.
Könnunin er e.t.v. vísbending um hver hugur þjóðarinnar er í dag þegar kosningabaráttan er að byrja en hún þekkir sitjandi forseta eftir fjögur ár í embætti en Guðmundur Franklín Jónsson forsetaefni á eftir að kynna sig betur og hóf hringferð um landið á sunnudag. Guðni Th. Jóhannesson segist ætla að hafa sína baráttu hófstillta en þeir voru í sitthvoru lagi í þættinum Silfrið á Rúv þar sem þeir voru í viðtölum.
https://gamli.frettatiminn.is/gudmundur-franklin-forsetaefni-med-43-fylgi-og-kosningabarattan-ekki-byrjud/