• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Þriðjudagur, 3. október 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu verði með kosningaeftirlit vegna Samherja

Kosningarnar munu m.a. snúast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni - stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér gegn gervöllu gangverki lýðræðisins

ritstjorn by ritstjorn
26. maí 2021
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Óttast afskipti skæruliðadeildar Samherja

Þingflokkur Pírata hefur sent formlegt erindi til ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, um að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit hér á landi í alþingiskosningunum í haust. Flokkurinn lýsir yfir áhyggjum af afskiptum Samherja af fjölmiðlum og prófkjörsmálum.
Þetta kom fram í máli Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata á Alþingi í dag. Hann fundaði í síðustu viku með fulltrúum lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE til að meta þörfina á kosningaeftirliti í alþingiskosningunum í haust. Rúv.is tók viðtal við þingmanninn og þar segir:

„Þar lýsti ég áhyggjum af stöðu fjölmiðla, sérstaklega í ljósi þess sem við þá vissum, hvernig Samherji hefur undanfarna mánuði beitt sér gegn Helga Seljan vegna frétta um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Slíkar aðgerðir geta hæglega haft kælandi áhrif á gagnrýna fjölmiðla, sem aftur hefur neikvæð áhrif á möguleika okkar til að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar. Á þeim dögum sem liðnir eru síðan fulltrúar ÖSE funduðu með okkur hefur staðan breyst gríðarlega. Stundin og Kjarninn hafa leitt í ljós að afskipti Samherja voru miklu mun skipulagðari og djúpstæðari,“ sagði Andrés.

Andrés vísar þarna í umfjöllun Stundarinnar og Kjarnans um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Þar kemur kemur fram að starfsmenn á vegum Samherja hafi meðal annars reynt að hafa áhrif á formannskosningu í Blaðamannafélagi Íslands. Þá hafi þeir einnig rætt um að „koma saman nothæfum lista“ í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi.

Andrés sagði að staðan væri grafalvarleg.

„Í kosningum, sem munu meðal annars snúast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni, þá er stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins. Beiti hagnaðinum af þessum sömu auðlindum í herferðir gegn pólitískum andstæðingum, opinberri umræðu og frjálsum fréttaflutningi. Þingflokkur Pírata hefur þess vegna sent formlegt erindi til ÖSE, þar sem við köllum eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í haust,“ sagði Andrés í viðtali við rúv.is

Discussion about this post

  • Afborganir hafa hækkað um 94%

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Ung kona fannst látin við smábátahöfnina

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • 750 ökumenn myndaðir við grunnskóla

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Hærri stýrivextir, hærri verðbólga!

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Spilling? Nei, nei, þetta er Ísland“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?