Magnaður leikur hjá strákunum okkar. Fínn sóknarleikur í fyrri hálfleik og með smávegis heppni hefði liðið getað skorað mörk þá sem og í seinni hálfleik
Mörkin sem að liðið fékk á sig, voru gerð af einskærri heppni nánast. Í það heila var íslenska liðið betra en það vantaði herslumuninn á að klára leikinn með sigri. Ísland hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum um allan heim undanfarnar vikur og hefur vakið mikla athygli fyrir frábært lið og svo hve fámenn þjóðin er. Íslendingar eru aðein lítið fjölmennari en allir íbúar Bergen í Noregi svo dæmi sé tekið og á heims vísu ætti það varla að vera fræðilegur möguleiki að svona lítil þjóð spili á HM, hvað þá að ná slíkum árangri sem að nú liggur fyrir.
Almennt eru íslendingar ánægðir með árangur íslenska liðsins en margir sárir yfir því hve mörg marka tækifæri fóru forgörðum í leiknum í dag. En mjótt var á mununum og íslendinga geta verið ánægðir með heildar niðurstöðuna í þessu ævintýri sem að við höfum átt á HM.