Samkvæmt staðfestum heimildum fá Rússar oft á tíðum enga þjónustu á Íslandi. Rússneska sendiráðinu hefur t.d. margsinnis verið neitað um þjónustu iðnfyrirtækja á Íslandi eftir innrásina í Úkraínu.
Fyrirtæki og iðnaðarmenn hafa neitað að vinna fyrir sendiráðið að viðhaldi á fasteignum og fleiru fyrir Rússa á Íslandi. Framkoma sendiherra Rússlands hefur einnig verið mjög umdeild og m.a. verið kröfur uppi um að vísa honum úr landi. Þá hafa birgjar og fleiri þjónustufyrirtæki neitað öllum viðskiptum við sendiráðið og jafnframt við fólk frá Rússlandi. Þá er stutt síðan ÁTVR tók úr sölu allt áfengi frá Rússlandi og hætti alfarið viðskiptum við fyrirtæki þar í landi.
https://gamli.frettatiminn.is/22/03/2022/russar-vilja-ad-sigurdur-ingi-johannsson-bidjist-afsokunar/
https://gamli.frettatiminn.is/01/03/2022/russneskur-vodki-tekinn-ur-solu/
Umræða