Norsk lögregluyfirvöld hafa sent á lögmann Eddu Bjarkar Arnardóttur bréf, þar sem henni er tilkynnt að norska lögreglan hafi sent beiðni til Íslands um að hún skuli vera handtekin og framseld til Noregs. Þetta kemur fram í facebook-færslu á vef Eddu Bjarkar.
Edda flaug með einkavél til Noregs og nam drengina á brott þegar þeir voru á leið heim úr skóla og fór með þá til Íslands. Þeir hafa búið hjá íslenskum föður sínum í Noregi sem fer einn með forsjá þeirra. Samkvæmt norskum dómsúrskurði má móðirin aðeins hitta drengina undir eftirliti fjórum sinnum á ári, fjórar klukkustundir í senn og þau skulu tala saman á norsku.
Mbl.is hefur áður fjallað um mál hennar og snýr málið að því að Edda nam á brott þrjá drengi sem fyrrverandi barnsfaðir hefur fulla forsjá yfir, frá suðurhluta Noregs til Íslands. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr á árinu um að synirnir skyldu teknir úr umsjá hennar og þeir færðir aftur til föður síns í Noregi.
Hægt er að lesa færslu móðurinnar hér að neðan: