Facebook enn vinsælasti samfélagsmiðillinn

 

Það kemur líklega fáum á óvart að Facebook sé vinsælasti samfélagsmiðillinn á Íslandi í dag en heil 92% landsmanna segjast nota miðilinn reglulega. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar MMR á samfélagsmiðlanotkun landsmanna sem framkvæmd var dagana 14. til 16. maí 2019. Þá kváðust 64% landsmanna nota Snapchat reglulega, 61% Youtube, 51% Spotify og 50% Instagram en 2% sögðust ekki nota neina samfélagsmiðla reglulega.
Þegar litið er til breytinga yfir tíma má sjá að hlutfall þeirra sem sögðust nota Facebook reglulega hélst stöðugt milli ára. Hlutfall þeirra sem sögðust nota samfélagsmiðlana Snapchat og Spotify breyttist jafnframt lítið milli mælinga en notkun beggja þessara miðla jókst nokkuð milli áranna 2016 og 2018. Þá fækkaði þeim um fjögur prósentustig sem notuðu Youtube reglulega. Samfélagsmiðillinn Instagram heldur áfram að stækka og sögðust nú 50% nota miðilinn reglulega. Það er hækun um sex prósentustig frá síðustu mælingu árið 2018 og hækkun um 20 prósentustig frá árinu 2016.
 
1905 Samfélagsmiðlar3
Spurt var: „Hvaða samfélagsmiðla notar þú reglulega?“
Svarmöguleikar voru: „Facebook“, „Snapchat“, „YouTube“, „Spotify“, „Instagram“, „Pinterest“, „Twitter“, ,,Tinder“ „LinkedIn“, „Reddit“, „Strava“, „Tumblr“, „Twitch“,  „Flickr“, „Grindr“, ,,Tik Tok“, ,,Ask.fm“, ,,Imgur“, „Aðrir, hvaða?“ ,,Enginn ofantalinna“ og „Veit ekki/vil ekki svara“.
Samtals tóku 99,5% afstöðu til spurningarinnar.

Munur eftir lýðfræðihópum
Töluverður munur reyndist á notkun fimm vinsælustu samfélagsmiðlanna eftir lýðfræðihópum. Miðlarnir Snapchat og Instagram voru nokkuð vinsælli hjá konum (72% Snapchat, 58% Instagram) heldur en körlum (57% Snapchat, 42% Instagram) en Youtube virtist höfða nokkuð betur til karla (67%) heldur en kvenna (55%). Þegar kemur að aldri reyndist Facebook hafa nokkuð breiðari notendahóp heldur en aðrir samfélagsmiðlar en 93% þeirra á aldrinum 18-29 ára sögðust nota Facebook reglulega og 79% þeirra 68 ára og eldri. Notkun annarra samfélagsmiðla reyndist öllu aldursskiptari en regluleg notkun Snapchat, YouTube, Spotify og Instagram fór minnkandi með auknum aldri.
Lítill munur var á íbúum höfuðborgarsvæðisins og íbúa landsbyggðarinnar þegar kom að notkun Facebook, Snapchat og Youtube en höfuðborgarbúar reyndust þó líklegri en íbúar landsbyggðarinnar til að nota samfélagsmiðlana Spotify (54%) og Instagram (53%) reglulega.
1905 Samfélagsmiðlar kross1
Nokkurn mun var að sjá á notkun vinsælustu samfélagsmiðlanna eftir stjórnmálaskoðunum. Af stuðningsfólki Flokks fólksins kváðust 98% nota Facebook reglulega en einungis 21% þeirra kváðust nota Spotify reglulega. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins (72%) reyndist hvað líklegast til að nota Snapchat reglulega og stuðningsfólk Framsóknar (69%), Pírata (69%) og Miðflokksins (67%) reyndist líklegast til að nota Youtube reglulega. Af stuðningsfólki Viðreisnar kváðust 69% nota Spotify reglulega og 61% stuðningsfólks Pírata sögðust reglulegir notendur Instagram.
1905 Samfélagsmiðlar kross2
 
Eldri kannanir sama efnis:
Maí 2018: MMR könnun: Facebook trónir á toppnum
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 978 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 14. til 16. maí 2019
Umræða

Hæ!

Login to your account below

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Add New Playlist

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?