Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm yfir Maciej Jakub Talik fyrir að stinga Jaroslaw Kaminski, meðleigjanda sinn, til bana í Drangarhrauni í Hafnafirði í júní í fyrra. Vísir greinir frá. Í Héraðsdómi Reykjaness var Talik einnig dæmdur til að greiða dóttur Jaroslaw 35 milljónir króna í skaðabætur.
Talik neitaði sök og bar fyrir sig sjálfsvörn. Dómur í málinu tafðist í héraðsdómi eftir að dóttir hins látna fann hníf sem Maciej notaði til að bana honum fjórum mánuðum eftir að lögreglan skoðaði vettvanginn. Hún fann þá engan hníf. Blóð var á hnífnum og DNA-rannsókn leiddi í ljós að það var úr Jaroslaw. Í framhaldinu var haldið annað þinghald þar sem þessi nýju gögn voru lögð fram.
Talik var í ákæru sagður hafa stungið Jaroslaw fimm sinnum í höfuð, háls og búk. Hann sagði að til átaka hefði komið milli þeirra tveggja vegna peninga. Réttarlæknir sem kom fyrir dóminn sagði sárin á líkama Kaminski hafa verið það markvissar að þær bentu frekar til árásar en sjálfsvarnar.
Umræða