Einn heppinn miðaeigandi var með 5 réttar tölur og hlýtur hann rúmlega 41,8 milljón í vinning. Miðann góða keypti hann í Lottó-appinu.
Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og hljóta þeir rúmlega 282 þúsund krónur. Annar keypti miðann í Happahúsinu í Kringlunni og hinn miðinn var keyptur í Fjarðarkaup í Hafnarfirði.
Gaman er að segja frá því að einn heppinn miðaeigandi fékk allar Jókertölur réttar í réttri röð og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning en miðann keypti hann á Lottó-appinu. Sjö miðaeigendur voru með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og hljóta þeir 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í N1 Lækjargötu í Hafnarfirði, Jolla Helluhrauni, Hagkaup Smáralind, einn var í áskrift, einn keypti miðann í Lottó-appinu og tveir keyptu miðann á heimasíðu okkar lotto.is