,,Gerast varla flottari tunglmyndirnar frá Modis! Þessi tekin í dag 26. október kl. 13:05 úr Terra tunglinu.“ Segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og deilir myndinni inn á vef Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.
,,Snjóhulan er klippt og skorin og auð jörð á Suðurlandi. Sums staðar grátt í rót eins og Mýrunum. Snjólaust á eyjum Breiðafjarðar, en alhvítt á báðum þeim eyjum sem bera nafnið Grímsey. Snjódýpt er sums staðar 20-30 sm norðanlands an annars staðar örfáir sentimetrar í byggð skv. mælingum á vef Veðurstofunnar.
Sjá má fleira, t.d. að Blöndulón er orðið ísilagt og hluti Hópsins við Húnaflóa. Það glittir í Öskjuvatn í gegn um þunna skýjahuluna yfir norðausturhálendinu. Bylgjulag í skýjum yfir sunnanverðum Austfjörðum sem bendir til að þá hafi N-áttin ekki alveg verið gengin niður.“