Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista 4 í fangageymslu lögreglu. Alls eru 104 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Átta ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flestir lausir eftir hefðbundnar aðgerðir lögreglu, flutning á lögreglustöð og sýnatöku. Einn þeirra hafði þá reynt að stinga lögreglu af við ölvunareftirlit en það tókst ekki betur en svo að hann missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði utan í vegriði. Hann var handtekinn og vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Lögregla fór á fjórtán skemmtistaði og kannaði með réttindi dyravarða, aldur gesta á stöðunum og annað sem þarf að vera í lagi. Einum stað lokað og nokkrir áminntir.
Lögregla fór í þrjú þjófnaðarmál vegna hnupls í verslunum. Allt leyst á vettvangi.
Einn handtekinn þar sem hann hafði haft í hótunum á samfélagsmiðlum. Hann var vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Þrjú umferðarslys komu á borð lögreglu en þau mátti t.d. rekja til hálku sem myndaðist í nótt. Ökumenn eru hvattir til að fara varlega nú þegar aðstæður eru að breytast á höfuðborgarsvæðinu.
Talsvert af minniháttar málum.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Þrír ökumenn stöðvaðir vegna þess að þeir voru að aka of hratt en þeir voru á 116-121km/klst þar sem hámarkshraði var 80km/klst.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir sýnatöku á lögreglustöð.
Nokkrir ökumenn sektaðir fyrir minniháttar umferðarlagabrot.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Tveir ökumenn stöðvaðir í akstri grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Lausir eftir hefðbundið ferli.
Ökumaður stöðvaður í akstri vegna aksturs án ökuréttinda.

