Einn með fyrsta vinning í lottóinu
Það var stálheppinn miðaeigandi sem lagði leið sína í Krambúðina á Selfossi og keypti sér þar 10 raða Lottó miða, en það reyndist svo sannarlega vera lukkumiði því hann færir eiganda sínum vinning upp á 104.129.690 krónur.
Sex miðaeigendur skiptu með sér bónusvinninginum og hlýtur hver þeirra rúmar 206 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Krambúðinni í Mávahlíð í Reykjavík, Holtanesti í Hafnarfirði, Happahúsinu í Kringlunni í Reykjavík, einn miðinn var keyptur á Lottó appinu, einn miðinn var í áskrift og einn miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.
Sjö voru með fjórar réttar tölur í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hver. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; í Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Olís á Selfossi, Krambúðinni Skólavörðustíg í Reykjavík, Prinsinum Hraunbæ í Reykjavík, N1 Kaupvangi á Egilsstöðum, einn miðinn var í áskrift og einn miðinn var keyptur á heimasíðu okkar, lotto.is.