5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Líkur á öðru eldgosi við Fagradalsfjall

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Í morgun um 10 mínútur yfir 5 mældust fjórir skjálftar um og yfir þremur að stærð, þeir stærstu tveir voru 3.6 að stærð. Þessir jarðskjálfar nefnast gikkskjálftar og talið er að orsök þeirra megi rekja til aukins þrýstings við Fagrdalsfjall vegna kvikusöfnunar.

Í gær (25. desember) mældust rúmlega 3000 jarðskjálftar við Fagrdalsfjall, sá stærsti 4.2 að stærð kl. 07:26. Frá því að hrinan hófst hafa um 15 þúsund skjálftar mælst, þar af fjórtán 4,0 eða stærri að stærð.

Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, hefur lýst því yfir að líkur á eldgosi hafi aukist, kvika virðist vera að þröngva sér inn undir Fagradalsfjall, á svipuðum slóðum og síðast og með jarðskjálftahrinu líkt og þá.

Hér er hægt að sjá vefmyndavél rúv.is en á svæðinu hefur verið margt um manninn síðan að jarðskjálftahrinan upp á 15.000 skjálfta hófst