Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður vestlæg átt, hvassviðri og sums staðar stormur. Slydduél eða él en dregur úr ofankomu þegar líður á daginn. Lengst af þurrt fyrir austan. Dregur smám saman úr vindi og í kvöld orðið nokkuð skaplegt víðast hvar. Vægt frost en yfirleitt frostlaust við ströndina. Á morgun er síðan von á enn einni lægðinni sem keyrir yfir landið. Í byrjun má gera ráð fyrir slyddu eða snjókomu sem síðan færist yfir í rigningu og ágætum hita. Um kvöldið verður vindur suðvestlægur með skúrum eða slydduéljum og kólnar aftur.
Spá gerð: 27.01.2023 06:30. Gildir til: 28.01.2023 00:00.
Veðuryfirlit
Um 300 km NA af Scoresbysundi er 980 mb lægð sem fer NA. Yfir Nýfundnalandi er 975 mb lægð á NA-leið.
Samantekt gerð: 27.01.2023 07:29.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan- og vestan 15-23 m/s og él, en þurrt að kalla austanlands. Hiti kringum frostmark. Úrkomulítið seinnipartinn og fer að draga úr vindi, en dálítil slydda eða snjókoma vestantil í nótt.
Suðlæg átt, víða 8-15 á morgun. Slydda og síðan rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður. Suðvestlægari og skúrir síðdegis, en slydduél og kólnar smám saman annað kvöld.
Spá gerð: 27.01.2023 09:34. Gildir til: 29.01.2023 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan og vestan 15-20 m/s og él, en úrkomulítið eftir hádegi og dregur úr vindi. Hiti nálægt frostmarki. Sunnan 5-10 og dálítil slydda í nótt. Sunnan 8-13 og rigning á morgun, vestlægari og skúrir síðdegis. Hiti 3 til 7 stig. Slydduél annað kvöld og kólnar.
Spá gerð: 27.01.2023 09:38. Gildir til: 29.01.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðan 8-13 m/s og él. Vestlægari sunnantil á landinu og að mestu þurrt síðdegis. Kólnandi, frost 0 til 5 stig seinnipartinn.
Á mánudag:
Vaxandi austanátt, 15-23 m/s og snjókoma sunnanlands síðdegis, en hægari og úrkomulítið norðan heiða. Frost 0 til 12 stig, kaldast norðanlands.
Á þriðjudag:
Norðaustanátt og él, en lengst af úrkomulítið suðvestantil. Áfram kalt í veðri.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt og él á víð og dreif. Talsvert frost.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Hlýnandi veður.