Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tilkynnti að Ísland myndi frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar þar til ítarleg rannsókn yrði framkvæmd á málinu. Norska sendiráðið í Palestínu segir í færslu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X í dag að ásakanirnar væru sláandi en ekki tilefni til að frysta greiðslur.
Ítarlega er fjallað um málið á fréttavefnum Visir.is
Umræða