Nakinn maður með liminni í fullri reisn birtist á skólavef níu ára barna í fjarkennslu
Í gærmorgun urðu níu ára nemendur vitni að komu nakins karlmanns með liminn í fullri reisn á heimasíðu þar sem nám átti að fara fram með kennaranum. Fjarkennslan var vegna útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu.
Kennslustundir lagðar niður
Grunnskóli í Osló varð að leggja niður kennslustundir í gegnum fjarfundarbúnað sinn vegna þess að nakinn maður birtist á tölvuskjám barnanna sem voru net tengd við skólann.
,,Hún er aðeins níu ára og þetta er mikið áfall fyrir dóttur mína. Þetta er eitthvað sem maður vonast til að börnin manns upplifi aldrei,“ sagði faðir stúlku sem varð fyrir netárás nakta mannsins.
Nemendur og kennarar eiga nú í samskiptum í gegnum vefmyndavélar á netinu, þar sem skólar eru lokaðir vegna kóróna vírusins. Klukkan var 10 í gærmorgun þegar þrjár stúlkur, níu ára að aldri í grunnskóla í Osló, töldu að maðurinn væri viðstaddur sem aðili í kennslustund þeirra, sem fram fór í gegnum Whereby appið.
„Kveiktu á myndavélinni“
Maðurinn lá í rúmi og var í nærfötum. Hann sagði m.a. við stúlkurnar; „Talaðu við mig, kveiktu á myndavélinni“. Foreldrar einnar stúlkunnar komu að lokum að skjánum og sáu hluta af samtalinu. Maðurinn sem var á spjalli við stúlkurnar stundaði sjálfsfróun fyrir framan vefmyndavélina sína þannig að stúlkurnar urðu vitni af því.
,,Hann reyndi að tala stelpurnar til og bað þær að um snerta myndina af sér, á skjánum þeirra. Stúlkurnar segja að það hafi verið ógnvekjandi og ógeðsleg upplifun og þær voru hræddar við þennan ókunnuga mann. Eftir þetta allt saman hef ég áhyggjur af því hvort þessa þjónustu, sem veitt er í gegnum skólann, sé örugg,“ segir forráðamaður barns í skólanum.
Loka forritinu
Líklegasta skýringin er sú að maðurinn hafi komist yfir vefslóð til að komast inn á heimasíðuna eða hakkað sig inn á síðuna.
,,Það voru þrjú börn sem tóku þátt í samtalinu við manninn, þau voru að gera sig tilbúin í nám en allt í einu birtist fjórða myndin á skjánum sem var af manninum. Við teljum að maðurinn hafi komið fram á skjánum með því að hakka sig inn í hugbúnaðinn. Forritið er bara fyrir nemendur skólans og kennara. Ég var eina fullorðna manneskjan sem var heima og fór inn og sá sjálf hverjir voru tengdir í þessu netsamtali,“ segir móðir eins barnsins.
Fjölmiðlar hafa verið í sambandi við skólastjóra viðkomandi grunnskóla. Hann staðfestir að það hafi komið upp óvænt atvik sem tengdist fjarkennslu skólanum. Hann segir að skólinn, sem er með börn á fyrsta til sjöunda stigi, líti málið mjög alvarlegum augum og málið verði kært til lögreglu.
,,Við vitum ekki hvernig þessi aðili komst inn í stafrænt kerfi skólans. Viðkomandi verður að hafa fengið aðgang að kerfinu með einhverjum hætti til þess,“ segir skólastjórinn. Skólinn hafði samráð við upplýsinga og öryggissvið Menntamálastofnunar og þessu stafræna kerfi skólans var lokað.
,,Við völdum að loka kennsluforritinu og færðum kennsluna yfir á annað kerfi að ráði menntamálastjórnarinnar, segir skólastjórinn.“
Hugbúnaðar- og tæknistjóri fyrir forritið, Ingrid Ødegaard biðst afsökunar á málnu og útskýrir hvernig hún telji að atvikið gæti hafa gerst. ,,Sá aðili verður líklega að nota forrit sem giskar á nafn hlekksins til að komast inn í þetta samtal við nemendur. Því miður er svona fólk til.“ segir Ødegaard.
Hún segir að Whereeby sé að gera það sem þeir geta til að loka fyrir þetta fólk frá þjónustunni eða loka fyrir tilteknar IP-tölur. Nokkrir skólar nota ennþá appið sitt.
,,Þetta er mjög slæmt og eitthvað sem ætti alls ekki að gerast. Við tökum málið mjög alvarlega og vinnum virkilega hratt í öllum málum sem við heyrum af og lokum fyrir notendur sem misnota kerfið okkar. Auðvitað viljum við ekki að þjónustan verði notuð gegn lögum og reglum. Við hvetjum alla sem upplifa óæskilega hluti til að hafa samband við okkur svo að við getum brugðist hratt við, segir Ødegaard.
Hversu öruggur heldurðu að hugbúnaðurinn sé?
,,Þú getur til dæmis læst kennslustofunni í appinu, þannig að aðeins þeir sem eiga að vera með, eru skráðir í kerfið . Kennarinn á stofuna og er sá eini sem getur hleypt fólki inn á reikninga sem skólarnir hafa umsjón með.“
Hefur þetta gerst áður?
,,Já, þetta hefur gerst áður. Við erum með milljónir notenda um allan heim en þetta er fyrsta tilfellið í Noregi sem ég hef heyrt um í langan tíma.“
– Er forritið minna öruggt en önnur samskonar forrit?
,,Nei, ég myndi ekki segja það. Við höfum tæki sem gera þér kleift að eiga t.d. alveg örugg einkasamtöl, en þú verður að passa upp á öryggi þess, notendanafn og lykilorð. Því miður er nánast ómögulegt fyrir internetþjónustu á þessum skala að koma í veg fyrir að svona hlutir gerist.
Ødegaard útskýrir að Whereeby hafi ekki verið í sambandi við skólann í þessu tilfelli.
,,Þeir hljóta að hafa sett þetta upp að eigin frumkvæði með sjálfsafgreiðslulausnum okkar. Þegar skólar hafa samband, þá vinnum við með þeim, við að setja upp þjónustuna með læstum kennslustofum og aðskildum reikningum. Við erum með 16 ára aldurstakmark á ókeypis þjónustu okkar og hún beinist ekki að ungu fólki, þar sem flestir á þessum markaði nota Facebook, Snapchat eða Facetime til að eiga samskipti við vini og vandamenn og við hvorki getum né viljað keppa við þessa aðila.