-2.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Einkavæðing orkufyrirtækis í boði meirihlutans í Hafnarfirði

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Einkavæðing orkufyrirtækis í boði meirihlutans í Hafnarfirði
Sigurður Þ Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði

Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur ákveðið að selja hlut bæjarins í HS-Veitum.  Þar með er verið að einkavæða 15.42% hlut bæjarins í dreifikerfi HS-Veitna og leggst Miðflokkurinn í Hafnarfirði alfarið gegn slíkum áformum.
Furðu sætir hvaða vinnubrögð voru viðhöfð í þessu stóra máli.  Fulltrúum minnihlutans var tilkynnt um þessa fyrirætlan með skömmum fyrirvara, engin efnisleg umræða hefur farið fram í samfélaginu og kom minnihluta bæjarstjórnar á óvart.
Ljóst er að sveitarfélagið þarf á aukum fjármunum að halda næstu mánuði og jafnvel ár og undarlegt má telja að þetta sé úrræðið sem meirihlutinn leggur til.  Krafa er gerð til ríkisvaldsins að leggja sveitarfélögunum til fjármuni til að þeim sé kleift að halda úti sinni lögbundnu þjónustu.  Ef slík aðstoð er ekki í sjónmáli þá má hugsa sér aðrar leið sem  Miðflokkurinn hefur lagt til við litlar undirtekir meirihlutans.
Skynsamlegasta leiðin er sú að bjóða ríkinu hlutinn til kaups með þeim fyrirvara að Hafnarfjarðarbær eigi forkaupsrétt að hlutnum, standi til að selja hann á einhverjum tímapunkti.
Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar vilja að leitað verði tilboða í hluti Hafnarfjarðarbæjar í HS-Veitum á meðal breiðs hóps fjárfestingaraðila til þess að fá sem hæst verð.  Hæpið er að Reykjanesbær hafi áform um að auka við hlut sinn í félaginu eins og staðan er í rekstri sveitarfélaga almennt og Sandgerðisbær varla heldur.  Því má álykta að væntanlegir kaupendur komi úr einkageiranum, með þeim gjörningi verða tæp 50% af félaginu í höndum einkaaðila.
Orkuinnviðir eiga að vera í höndum opinberra aðila, þrýstingur á hærra orkuverð til neytenda er óhjákvæmanlegur ef orkufyrirtæki eru í höndum einkaaðila, enda kaupa menn almennt fyrirtæki til að fá hagnað af  þeim.
Fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafnar með öllu einkavæðingaráformum meirihlutans og almennri sölu á hlut bæjarins í HS-veitum.
Höfundur:  Sigurður Þ Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði