,,Vorum við veiðar í kvöld á neðsta svæði í Eyjafjarðará og lönduðum 84cm birting, 70 cm birting og 64cm sjó bleikju. Það voru nokkrir sem við misstum og nokkuð líf var í ánni. Allt tekið á heimatilbúnar púpur.
Það er búið að vera mikið fjör þær vaktir sem ég hef tekið frá opnun og meðal stærðin í hærri kantinum. Veiðimaðurinn með birtinginn heitir Jóhann Óli Ólafsson & ég sjálfur Cyrus Alexander Harper.“ Segja ánægðir veiðimenn sem hafa gert það gott í Eyjafjarðará.
Umræða