,,Já við fengum fiska, ég og Addi Fannar, í Laxá í Kjós og þetta var bara gaman“ sagði Jógvan Hansen en hann var í Laxá í Kjós í dag og veiddi flottan niðurgöngufisk sem fékk að halda lífi, eftir myndatökuna. En það hafa veiðst um 260 til 270 fiskar í vorveiðinni í Kjósinni.
,,Fyrir hádegi var frábært veður og fiskurinn tregur að taka en eftir hádegi fór að kula aðeins og þá byrjaði fiskurinn að taka, það veiddust alla vega 8 fiskar í dag, sem er bara gott og þetta var skemmtilegt“ sagði Jógvan enn fremur um veiðina í Kjósinni.
Mynd. Fiskur hefur tekið hjá Jógvan – Mynd. Flottur fiskur sem var sleppt aftur. Myndirnar tók Addi
Umræða