Hugleiðingar veðurfræðings
Það snjóaði hressilega á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Smálægðin sem olli þessu, heldur sig skammt suðvestur af Reykjanesi í dag og í nótt en svo hverfur hún seint á morgun.
Í dag verður norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s en norðaustan 8-13 við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Snjókoma og slydda sunnan- og suðvestantil, dálítil él á Norðausturlandi en yfirleitt bjart í öðrum landshlutum. Hiti í kringum frostmark en rétt yfir frostmarki við Suður- og Suðvesturströndina.
Norðlæg átt 5-13 á morgun, hvassast suðaustan- og norðvestantil. Dregur úr úrkomu suðvestantil í fyrramálið, léttir til síðdegis en bætir í él norðaustanlands. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn, svalast fyrir norðan.
Það er útlit fyrir norðlæga átt um helgina, 8-15 m/s fyrir austan og vestast á landinu en annars mun hægari. Bjart að mestu en skýjað og úrkomulítið sunnantil á sunnudag. Hiti breytist lítið. Spá gerð: 27.04.2023 05:48. Gildir til: 28.04.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s en 8-13 norðvestantil. Snjókoma eða slydda með köflum sunnan- og suðvestanlands, en dregur úr úrkomu seint í nótt og léttir til á morgun. Lítilsháttar él á norðaustanverðu landinu, en léttskýjað norðvestantil. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn og víða næturfrost. Hvessir austanlands í fyrramálið.
Spá gerð: 27.04.2023 05:05. Gildir til: 28.04.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðlæg átt 3-10 m/s og dálítil rigning eða snjókoma suðvestantil, annars skýjað og lengst af þurrt. Yfirleitt vægt frost en hiti að 5 stigum yfir daginn sunnanlands.
Á laugardag og sunnudag:
Norðlæg átt 5-10 en norðvestan 10-15 norðaustanlands. Víða bjart veður, en skýjað og dálítil væta öðru hverju sunnanlands. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Breytileg átt 3-10. Skýjað og dálítil él norðanlands, hiti um eða undir frostmarki. Skýjað með köflum og þurrt, en fer að rigna suðvestantil um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn.
Á þriðjudag:
Suðaustanátt og víða rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir breytilega átt. Dálítil rigning eða súld í flestum landshlutum en úrkomumeira suðaustantil. Hiti 5 til 12 stig.
Spá gerð: 26.04.2023 21:02. Gildir til: 03.05.2023 12:00.