Tveir aðilar eru í haldi lögreglunnar í tengslum við andlát á Selfossi síðdegis í dag. Grunur leikur á að um saknæmt athæfi sé að ræða. Tveir karlmenn voru síðdegis í dag handteknir eftir að manneskja fannst látin á Selfossi.
Til rannsóknar er hvort andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en lögreglan á Suðurlandi vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu og segir að málið sé á frumstigi rannsóknar.
Umræða