Samfylkingin, VG og Framsókn taparar kosninganna
Sá flokkur sem að tapar mest er Framsóknarflokkurinn eða tveimur af tveimur fulltrúum sínum í borginni og fer niður um 7.56%. Þar á eftir Samfylkingin sem að tapar 6.01% og endaði í 25.88% fylgi.
Vinstri græn tapa 3.75% fylgi og fengu aðeins um 2.700 atkvæði í Reykjavík sem er sögulega versta útreið sem að VG hefur fengið. Reyndar var VG hafnað víða um land og tengja stjórnmálaskýrendur það við veika stöðu Katrínar Jakobsdóttur og óvinsældir hennar í ríkisstjórn þar sem að hún er forsætisráðherra.
Sigurvegari kosninganna er Sjálfstæðisflokkurinn sem að bætti við sig 5.09% í fylgi og fjórum mönnum. Ásamt Pírötum sem bættu við sig 1.80% og einum manni, Viðreisn heldur sínum tveimur mönnum og Miðflokkurinn náði inn einum manni. Miðflokkur var í raun sigurvegari víða um land með góðan árangur. VG hlaut hinsvegar afhroð víða um land. Flokkur fólksins,
VG og Sósíalistaflokkur náðu einnig inn einum manni hver í Reykjavík. Sjö aðrir flokkar voru með fylgi frá 0.21%-0,90% og hafa því ekkert að segja þegar að kemur að því nú að mynda meirihluta í borginni.
Hefð er fyrir því að sá flokkur sem mest fylgi fær, byrji á að reyna myndun meirihluta í borginni, í þessu tilfelli er það Sjálfstæðisflokkur. Viðreisn sem er í sterkri stöðu hefur sagst geta unnið með öllum. VG og Sósíalistar hafa gefið það út að þeim hungist ekki að vinna með Sjálfstæðisflokknum.
Píratar vilja borgarlínu og ekki víst að þeir nái saman með Sjálfstæðisflokki um þau mál. Flokkur fólksins vill að bætt verði úr húsnæðismálum áður en að farið verði út í dýra borgarlínu. Miðflokkurinn hefur lýst yfir áhuga á samstarfi með Sjálfstæðisflokki.
Stærstu flokkarnir hafa gefið út að ekki verði um samstarf þeirra að ræða og því verða þeir að leita til hina minni flokka um samstarf og mun það ráðast á næstu dögum hvernig úr málum spilast.