-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Beitir miklum þrýstingi fyrir að leggja sæstreng án tafar til Íslands

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Félag í eigu Truell á 12,7% hlut í HS orku

Fjárfestirinn hefur skorað á viðskiptaráðherra Breta, Greg Clark, og sagst geta fjármagnað verkefnið en þurfi aðeins samþykki stjórnvalda

Edi Tru­ell

Breski fjár­fest­ir­inn Edi Tru­ell, hjá fyr­ir­tæk­inu Atlantic Superconn­ecti­on, vill að bresk stjórn­völd gefi leyfi fyrir um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir sem geri Bret­um kleift að sækja raf­orku til Íslands í gegn­um sæ­streng.
Fjallað er um málið á vef The Times í dag. 
Þar seg­ir að Tru­ell hafi þrýst á Greg Clark, viðskiptaráðherra Bret­lands, en Tru­ell seg­ir að öll fjár­mögn­un liggi fyr­ir og nú þurfi hann aðeins samþykki stjórn­valda.  Greint hef­ur verið frá því, að Atlantic Superconn­ecti­on Corporati­on sé heiti á fé­lagi breskra fjár­festa sem miði að því að fjár­magna og setja upp 1.000 kíló­metra lang­an sæ­streng til Íslands.
Fjárfestirinn hefur skorað á viðskiptaráðherra Breta, Greg Clark, og sagst geta fjármagnað verkefnið en þurfi aðeins samþykki stjórnvalda.
Truell kvað fyrirtæki sitt, Atlantic Superconnection, geta skapað hundruð nýrra starfa í norðaustur hluta landsins, fái hann til þess leyfi. „Allt sem Greg Clark þarf að gera að skapa yfir 800 ný störf í Teesside er að sýna fram á að Atlantic Superconnection geti verið drifkraftur þar,“ sagði Truell, og bætti við, „Það myndi ekki skuldbinda ríkisstjórnina upp á eyri.“
Atlantic Superconnection hefur síðustu ár unnið að fjölmörgum greiningum á lagningu sæstrengs til Íslands, og keypti fjárfestingafélagið DC Renewable Energy, sem er systurfélag þess og í eigu Truell, 12,7% hlut í HS orku í fyrra.
https://frettatiminn.is/2019/05/24/eg-sendi-barattukvedjur-til-theirra-thingmanna-sem-standa-vaktina-fyrir-mig-og-bornin-min-dag-og-nott/