Félag í eigu Truell á 12,7% hlut í HS orku
Fjárfestirinn hefur skorað á viðskiptaráðherra Breta, Greg Clark, og sagst geta fjármagnað verkefnið en þurfi aðeins samþykki stjórnvalda
Breski fjárfestirinn Edi Truell, hjá fyrirtækinu Atlantic Superconnection, vill að bresk stjórnvöld gefi leyfi fyrir umfangsmiklar framkvæmdir sem geri Bretum kleift að sækja raforku til Íslands í gegnum sæstreng.
Fjallað er um málið á vef The Times í dag.
Þar segir að Truell hafi þrýst á Greg Clark, viðskiptaráðherra Bretlands, en Truell segir að öll fjármögnun liggi fyrir og nú þurfi hann aðeins samþykki stjórnvalda. Greint hefur verið frá því, að Atlantic Superconnection Corporation sé heiti á félagi breskra fjárfesta sem miði að því að fjármagna og setja upp 1.000 kílómetra langan sæstreng til Íslands.
Fjárfestirinn hefur skorað á viðskiptaráðherra Breta, Greg Clark, og sagst geta fjármagnað verkefnið en þurfi aðeins samþykki stjórnvalda.
Truell kvað fyrirtæki sitt, Atlantic Superconnection, geta skapað hundruð nýrra starfa í norðaustur hluta landsins, fái hann til þess leyfi. „Allt sem Greg Clark þarf að gera að skapa yfir 800 ný störf í Teesside er að sýna fram á að Atlantic Superconnection geti verið drifkraftur þar,“ sagði Truell, og bætti við, „Það myndi ekki skuldbinda ríkisstjórnina upp á eyri.“
Atlantic Superconnection hefur síðustu ár unnið að fjölmörgum greiningum á lagningu sæstrengs til Íslands, og keypti fjárfestingafélagið DC Renewable Energy, sem er systurfélag þess og í eigu Truell, 12,7% hlut í HS orku í fyrra.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/05/24/eg-sendi-barattukvedjur-til-theirra-thingmanna-sem-standa-vaktina-fyrir-mig-og-bornin-min-dag-og-nott/