Ég skrifaði færslu til stuðnings þeim þingmönnum sem hafa lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn.
Af hverju svona hörð viðbrögð?
Allt vegna þess að ég er á móti þeirri vegferð sem felst í því að markaðsvæða grunnstoðir samfélagsins. Af hverju er ég á móti því og hvaða reynslu höfum við á viðlíka pökkum í nafni frjálsrar samkeppni og markaðsvæðingar, neytendum til góða? Nærtækasta dæmið er einkavæðing bankanna sem átti að lækka kostnað, auka samkeppni og síðast en ekki síst vera samfélaginu og neytendum til góðs.
Annað kom á daginn.
Einka og markaðsvæðing grunnstoða eins og í heilbrigðiskerfinu hefur heldur ekki reynst neytendum og samfélögum vel og er nærtækast að líta til Bandaríkjanna í þeim efnum. Hvernig hefur braskið með HS orku verið og hvað er búið að slíta marga milljarða út úr því og er einhver svo barnalegur að halda því fram að við neytendur munum ekki borga brúsan í gegnum arðsemiskröfu nýjustu eigenda?
Þetta þýðir samt ekki að ég sé á móti ESB, sé andstæðingur evrópusambandsins. Þvert á móti sé ég marga kosti, en líka galla. Einhverjir gætu túlkað þá skoðun, að ég sé ekki ESB andstæðingur, að ég sé genginn til liðs við Samfylkinguna eða Viðreisn þar sem ég er hrifin af hugmyndum um fastgengisstefnu.
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að við eigum að byggja upp og hlúa að landbúnaði og þá sérstaklega ylrækt. Nota orkuna okkar í að auka sjálfbærni sem bæði skilur eftir sig minna kolefnisspor, fjölgar störfum og hefur jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð.
Þau ykkar sem hafið lesið þetta langt og eru þess fullviss um að ég sé orðin framsóknarmaður, haldið ykkur fast!
Ég er nefnilega líka þeirrar skoðunar að við þurfum að endurskoða verndartolla á matvöru og lækka launatengd gjöld og jaðarskatta á einstaklinga og fyrirtækin sem gerir mig að einhversskonar Sjálfstæðismanni en ég hef verið skráður í flokkinn frá unga aldri sem og alla aðra flokka sem hægt er að skrá sig í.
Ég er umhverfissinni og í orði gæti ég talist Vinstri grænn. Mér finnst Katrín standa sig vel en stundum illa.
Mér finnst Sólveig Anna í Eflingu alveg frábær. Þar fer glerhörð og sönn baráttukona fyrir réttlátar samfélagi. Ég er sammála henni í mörgu, ekki alveg öllu en mjög mörgu og mér finnst Gunnar Smári frábær penni og flottur gaur sem hlýtur þá að gera mig að forhertum sósíalista, sem borgar ekki fólki launin sín. Svo er það baráttukonan, fyrirmyndin og Píratinn Birgitta Jónsdóttir sem ég lýt á sem eina af mikilvægustu stjórnmálakonum samtímans. Sem er svolítið sérstakt, í ljósi þess að vera bendlaður við kvenhatur, að flestar mínar fyrirmyndir eru konur.
Eina hatrið sem ég ber í hjarta eru Hatarar sem mér finnst hrikalega kraftmikið,hárbeitt og flott band.
Barátta Flokks Fólksins gegn skerðingum í almannatryggingakerfinu gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum er mér svo hugleikin að það jaðrar við þráhyggju og mér finnst þau standa sig feikilega vel í þeim efnum.
Ég er þakklátur ríkisstjórninni fyrir góða og lausnamiðaða vinnu og að mörgu leiti frábært samstarf við verkalýðshreyfinguna í nýafstöðnum kjarasamningum. Á móti lýsi ég miklum vonbrigðum með sömu ríkisstjórn yfir því að hafa ekki náð lengra í mörgum málaflokkum. Ég læt lesendum eftir hvort ég sé skilyrðislaus stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða ekki.
Það er vandlifað í heimi málsfrelsis og frjálsra skoðanaskipta svo lengi sem skoðanir þínar eru „réttar“.
Ég tel að pólitísk rétttrúnaðarstefna, og pólitískur rétttrúnaður almennt, sé það sem sundrar samfélögum. Alveg eins og hver önnur trúarbrögð.
Við vitum hverju var bjargað eftir hrun og hverju ekki. Ekki bara hér heldur útum allan heim.
Evrópusambandið er ekki fullkomið og ekki heldur alslæmt. ESB gefur grænt ljós á tilveru skattakjóla og er ekkert öðruvísi en hvert annað stjórnvald þegar kemur að hagsmunagæslu fyrir valdamikla forréttindahópa, ESB veitir fyrirtækjum sem selja aðgang að vinnuafli (Mansal) lagalegt skjól. Afregluvæddi og markaðsvæddi fjármálakerfið og vill gera það sama með aðra innviði eins og orkuna.
Ríkið í gegnum íbúðalánasjóð þurfti að selja þúsundir íbúða, sem voru í skjóli frá markaðnum, því reglur þess efnis kváðu þar um að ríkið (Íbls) mætti ekki leigja út íbúðir. Hvaðan komu þær reglur? Við þekkjum vonandi öll sorgarsögu fólks á leigumarkaði. Altt í nafni frjálsra viðskipta til hagsbóta fyrir neytendur.
Höfum við reynslu af einhverju öðru?
En samt er ég ekki á móti frelsi í viðskiptum. Ég er einfaldlega á móti því að markaðsvæða grunnþarfir og nauðsynjar samfélaga. Það er ekkert athugavert við að markaðsvæða hluti sem þú hefur val um að nota eða neyta.
En þar með er ekki sagt að ESB sé eitthvað hræðilegt bákn sem með öllu móti á að forðast. Hefur okkur gengið eitthvað betur við að halda utan um eigin auðlindir frá ágangi þeirra sem vilja ásælast auðlindir þjóðarinnar og halda uppi fjárstuðningi við flokkakerfið? Eða draga úr misskiptingu og tvöfeldni í skatt og réttarkerfi?
Þess vegna er mikilvægt að séum hluti af Evrópusamstarfinu og beitum okkur á alþjóðavettvangi fyrir réttlátari heimi og í okkar eigin garði þegar breyta á leikreglum sem algjör óþarfi er að breyta.
Okkur ber skylda að beita okkur á Alþjóðlegum vettvangi gegn spillingu, misskiptingu, átökum og ofbeldi. Þannig á nálgun okkar að vera. Leggja línurnar fyrir bættri heimsmynd í stað þess að innleiða reglugerðir sem skylda okkur til að brjóta upp grunnstoðirnar svo auðvaldið fái sitt.
Ég hlusta á Duran Duran, en líka á Wham. Útvarp Sögu og Rás 1. Ég held með Manchester United en samgleðst vinum mínum sem halda með Liverpool (djók!). Ég er hundaeigandi, gangandi og akandi vegfarandi, á Racer sem ég hjóla á og nýt þess að fara á hestbak líka þó langt sé um liðið. Ég er ekki trúaður en samt ekki trúleysingi. Ég trúi á að fólk geti trúað því sem það vill og á að geta frjálst um höfuð strokið með skoðanir sínar, alveg sama hvað mér eða öðrum finnst.
Ég trúi því líka að hægt sé að snúa óréttlæti í réttlæti og vinda ofan af misskiptingu og ofbeldi. Ég er hræddur við stríð og græðgi, ekki mikið annað.
Og ég er löngu hættur að kippa mér upp við að pólitískir rétttrúnaðarsinnar setji mig eða aðra í pólitíska bása eftir því hvaða skoðanir ég set fram.
Mér er nákvæmlega sama hvaðan gott kemur.
Mínar persónulegu skoðanir endurspegla ekki endilega afstöðu verkalýðshreyfingarinnar og svo sannarlega ekki þeirra sem standa mér næst. Þetta er bara það sem mér finnst.
Þess vegna sætti ég mig við að vera pólitískt viðundur því ég er fyrst og fremst réttlætissinni og að eðlisfari nokkuð fordómalaus.
Já og…… framferði títtnefndra þingmanna á Klausturbar voru þeim sjálfum og þjóð til háborinnar skammar.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/05/24/eg-sendi-barattukvedjur-til-theirra-thingmanna-sem-standa-vaktina-fyrir-mig-og-bornin-min-dag-og-nott/
Allt vegna þess að ég er á móti þeirri vegferð sem felst í því að markaðsvæða grunnstoðir samfélagsins. Af hverju er ég á móti því og hvaða reynslu höfum við á viðlíka pökkum í nafni frjálsrar samkeppni og markaðsvæðingar, neytendum til góða? Nærtækasta dæmið er einkavæðing bankanna sem átti að lækka kostnað, auka samkeppni og síðast en ekki síst vera samfélaginu og neytendum til góðs.
Annað kom á daginn.
Einka og markaðsvæðing grunnstoða eins og í heilbrigðiskerfinu hefur heldur ekki reynst neytendum og samfélögum vel og er nærtækast að líta til Bandaríkjanna í þeim efnum. Hvernig hefur braskið með HS orku verið og hvað er búið að slíta marga milljarða út úr því og er einhver svo barnalegur að halda því fram að við neytendur munum ekki borga brúsan í gegnum arðsemiskröfu nýjustu eigenda?
Þetta þýðir samt ekki að ég sé á móti ESB, sé andstæðingur evrópusambandsins. Þvert á móti sé ég marga kosti, en líka galla. Einhverjir gætu túlkað þá skoðun, að ég sé ekki ESB andstæðingur, að ég sé genginn til liðs við Samfylkinguna eða Viðreisn þar sem ég er hrifin af hugmyndum um fastgengisstefnu.
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að við eigum að byggja upp og hlúa að landbúnaði og þá sérstaklega ylrækt. Nota orkuna okkar í að auka sjálfbærni sem bæði skilur eftir sig minna kolefnisspor, fjölgar störfum og hefur jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð.
Þau ykkar sem hafið lesið þetta langt og eru þess fullviss um að ég sé orðin framsóknarmaður, haldið ykkur fast!
Ég er nefnilega líka þeirrar skoðunar að við þurfum að endurskoða verndartolla á matvöru og lækka launatengd gjöld og jaðarskatta á einstaklinga og fyrirtækin sem gerir mig að einhversskonar Sjálfstæðismanni en ég hef verið skráður í flokkinn frá unga aldri sem og alla aðra flokka sem hægt er að skrá sig í.
Ég er umhverfissinni og í orði gæti ég talist Vinstri grænn. Mér finnst Katrín standa sig vel en stundum illa.
Mér finnst Sólveig Anna í Eflingu alveg frábær. Þar fer glerhörð og sönn baráttukona fyrir réttlátar samfélagi. Ég er sammála henni í mörgu, ekki alveg öllu en mjög mörgu og mér finnst Gunnar Smári frábær penni og flottur gaur sem hlýtur þá að gera mig að forhertum sósíalista, sem borgar ekki fólki launin sín. Svo er það baráttukonan, fyrirmyndin og Píratinn Birgitta Jónsdóttir sem ég lýt á sem eina af mikilvægustu stjórnmálakonum samtímans. Sem er svolítið sérstakt, í ljósi þess að vera bendlaður við kvenhatur, að flestar mínar fyrirmyndir eru konur.
Eina hatrið sem ég ber í hjarta eru Hatarar sem mér finnst hrikalega kraftmikið,hárbeitt og flott band.
Barátta Flokks Fólksins gegn skerðingum í almannatryggingakerfinu gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum er mér svo hugleikin að það jaðrar við þráhyggju og mér finnst þau standa sig feikilega vel í þeim efnum.
Ég er þakklátur ríkisstjórninni fyrir góða og lausnamiðaða vinnu og að mörgu leiti frábært samstarf við verkalýðshreyfinguna í nýafstöðnum kjarasamningum. Á móti lýsi ég miklum vonbrigðum með sömu ríkisstjórn yfir því að hafa ekki náð lengra í mörgum málaflokkum. Ég læt lesendum eftir hvort ég sé skilyrðislaus stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða ekki.
Það er vandlifað í heimi málsfrelsis og frjálsra skoðanaskipta svo lengi sem skoðanir þínar eru „réttar“.
Ég tel að pólitísk rétttrúnaðarstefna, og pólitískur rétttrúnaður almennt, sé það sem sundrar samfélögum. Alveg eins og hver önnur trúarbrögð.
Við vitum hverju var bjargað eftir hrun og hverju ekki. Ekki bara hér heldur útum allan heim.
Evrópusambandið er ekki fullkomið og ekki heldur alslæmt. ESB gefur grænt ljós á tilveru skattakjóla og er ekkert öðruvísi en hvert annað stjórnvald þegar kemur að hagsmunagæslu fyrir valdamikla forréttindahópa, ESB veitir fyrirtækjum sem selja aðgang að vinnuafli (Mansal) lagalegt skjól. Afregluvæddi og markaðsvæddi fjármálakerfið og vill gera það sama með aðra innviði eins og orkuna.
Ríkið í gegnum íbúðalánasjóð þurfti að selja þúsundir íbúða, sem voru í skjóli frá markaðnum, því reglur þess efnis kváðu þar um að ríkið (Íbls) mætti ekki leigja út íbúðir. Hvaðan komu þær reglur? Við þekkjum vonandi öll sorgarsögu fólks á leigumarkaði. Altt í nafni frjálsra viðskipta til hagsbóta fyrir neytendur.
Höfum við reynslu af einhverju öðru?
En samt er ég ekki á móti frelsi í viðskiptum. Ég er einfaldlega á móti því að markaðsvæða grunnþarfir og nauðsynjar samfélaga. Það er ekkert athugavert við að markaðsvæða hluti sem þú hefur val um að nota eða neyta.
En þar með er ekki sagt að ESB sé eitthvað hræðilegt bákn sem með öllu móti á að forðast. Hefur okkur gengið eitthvað betur við að halda utan um eigin auðlindir frá ágangi þeirra sem vilja ásælast auðlindir þjóðarinnar og halda uppi fjárstuðningi við flokkakerfið? Eða draga úr misskiptingu og tvöfeldni í skatt og réttarkerfi?
Þess vegna er mikilvægt að séum hluti af Evrópusamstarfinu og beitum okkur á alþjóðavettvangi fyrir réttlátari heimi og í okkar eigin garði þegar breyta á leikreglum sem algjör óþarfi er að breyta.
Okkur ber skylda að beita okkur á Alþjóðlegum vettvangi gegn spillingu, misskiptingu, átökum og ofbeldi. Þannig á nálgun okkar að vera. Leggja línurnar fyrir bættri heimsmynd í stað þess að innleiða reglugerðir sem skylda okkur til að brjóta upp grunnstoðirnar svo auðvaldið fái sitt.
Ég hlusta á Duran Duran, en líka á Wham. Útvarp Sögu og Rás 1. Ég held með Manchester United en samgleðst vinum mínum sem halda með Liverpool (djók!). Ég er hundaeigandi, gangandi og akandi vegfarandi, á Racer sem ég hjóla á og nýt þess að fara á hestbak líka þó langt sé um liðið. Ég er ekki trúaður en samt ekki trúleysingi. Ég trúi á að fólk geti trúað því sem það vill og á að geta frjálst um höfuð strokið með skoðanir sínar, alveg sama hvað mér eða öðrum finnst.
Ég trúi því líka að hægt sé að snúa óréttlæti í réttlæti og vinda ofan af misskiptingu og ofbeldi. Ég er hræddur við stríð og græðgi, ekki mikið annað.
Og ég er löngu hættur að kippa mér upp við að pólitískir rétttrúnaðarsinnar setji mig eða aðra í pólitíska bása eftir því hvaða skoðanir ég set fram.
Mér er nákvæmlega sama hvaðan gott kemur.
Mínar persónulegu skoðanir endurspegla ekki endilega afstöðu verkalýðshreyfingarinnar og svo sannarlega ekki þeirra sem standa mér næst. Þetta er bara það sem mér finnst.
Þess vegna sætti ég mig við að vera pólitískt viðundur því ég er fyrst og fremst réttlætissinni og að eðlisfari nokkuð fordómalaus.
Já og…… framferði títtnefndra þingmanna á Klausturbar voru þeim sjálfum og þjóð til háborinnar skammar.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/05/24/eg-sendi-barattukvedjur-til-theirra-thingmanna-sem-standa-vaktina-fyrir-mig-og-bornin-min-dag-og-nott/
Umræða