Helstu atriði úr dagbók LRH frá 05-17 eru eftirfarandi:
Lögreglustöð 1
Ökumaður handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Reyndist hafa gerst sekur um slíkt brot áður. Var einnig ekki með gild ökuréttindi. Við tók hefðbundið ferli og var hann laus að blóðsýnatöku lokinni.
Tveir menn handteknir grunaðir um húsbrot og vopnalagabrot. Þeir vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar málsins og verða yfirheyrðir þegar ástand þeirra verður betra.
Ölvaður maður sofandi á almannafæri. Hann vakinn og ráðstafanir gerðar til að koma honum heim til sín.
Þjófnaður úr verslun. Afgreitt á vettvangi.
Lögreglustöð 2
Tilkynnt um eld í ökutæki með eftirvagni. Reyndust vera glæður sem slökkviliðið sá um.
Lögreglustöð 3
Umferðarslys hvar tvær bifreiðar voru skemmdar eftir. Engin slys á fólki.
Annað umferðarslys og tjón á tveimur bifreiðum. Minniháttar slys á fólki.
Ökumaður handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Laus eftir blóðsýnatöku.
Lögreglustöð 4
Maður í annarlegu ástandi aðstoðaður við að komast til síns heima. Við þær ráðstafanir kom í ljós að hann var með ætluð fíkniefni og vopn í fórum sínum.