Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents. Halla Tómasdóttir mælist með næstmest fylgi og svo Katrín Jakobsdóttir.
Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents með 21 prósent, þar á eftir er Halla Tómasdóttir með 20,2 prósent og svo Katrín Jakobsdóttir með 20,1. Munurinn á fylgi þeirra er svo lítill að hann telst ekki tölfræðilega marktækur.
Fylgi Katrínar hefur minnkað lítillega frá könnun Prósents vikuna áður en fylgi Höllu Hrundar og Höllu Tómasdóttur hefur aukist milli vikna.
Umræða