Fyrirhuguð aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi 23. september, verður 26. til 28. júní. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að hún skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 13. júní.
Samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara sem ríkisútvarpið fjallaði um, ætlar ákæruvaldið ekki að fara fram á yfirmat á mati dómskvadds réttarmeinafræðings, að minnsta kosti á þessu stigi málsins.
Í úrskurði Landsréttar í byrjun maí kom fram að ekki væri útilokað að fleiri þættir gætu skýrt andlát mannsins en ofbeldi sem Dagbjört er grunuð um að hafa valdið. Ljóst sé af niðurstöðum og forsendum matsgerðar dómkvadds matsmanns á réttarkrufningu að hann telji að fleiri atriði geti skýrt dauða mannsins. Þrátt fyrir þetta segir í úrskurðinum að ljóst sé að kraftáverkar á hálsi og beinbrot á efri hluta líkama séu enn taldir vera stórir eða ráðandi þættir sem virðast hafa leitt manninn til dauða.