Uppstillingarnefnd Frjálslynda lýðræðisflokksins hefur skipað tvo nýja oddvita, þau: Sigurlaugu Gísladóttur, verslunarmann í Norðvesturkjördæmi og Guðlaug Hermannsson, framkvæmdastjóra í Suðvesturkjördæmi.
Fyrir voru þeir Guðmundur Franklín Jónsson, hagfræðingur oddviti í Reykjavík norður, Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur oddviti í Reykjavík suður, Magnús Guðbergsson, öryrki er oddviti í Suðurkjördæmi og Björgvin Egil Vídalín Arngrímsson, eftirlaunaþegi er oddviti í Norðausturkjördæmi.
Stefnu flokksins má kynna sér á X-O.is
Umræða