0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Rán í Austurbæ Reykjavíkur

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Tilkynnt var um rán í matvöruverslun í hverfi 108 um helgina. Maður réðist á kassastarfsmann með ofbeldi og stal peningum úr sjóðsvél. Árásaraðili fór af vettvangi í bifreið. Lögreglumenn sáu bifreiðina skömmu síðar og hófst eftirför sem endaði með umferðaróhappi í Kóavogi.

Þá hafði árásaraðilinn / ökumaðurinn ekið utan í a.m.k. tvær bifreiðar. Mikill hraði og umferðarlög ekki virt m.a. ekið á móti umferð ofl. Ökumaðurinn var handtekinn en hann er einnig grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna ofl. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Ekki eru skráð slys á fólki.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í sama hverfi. Ungur drengur í annarlegu ástandi ræðst þar á tvær stúlkur og reynir að ræna þær. Önnur stúlkan var slegin með krepptum hnefa í andlitið en stúlkurnar náðu að hlaupa til foreldra. Drengurinn hafði einnig ráðist á föður árásarþola en var haldið föstum er lögregla kom á vettvang. Drengurinn var handtekinn og í samráði við foreldri / Barnavernd var drengurinn vistaður sökum ástands á viðeigandi stofnun.

Afskipti voru höfð af ölvuðum ungum manni með stóra kylfu í miðborginni. Maðurinn var handtekinn grunaður um brot á vopnalögum og var kylfan haldlögð. Maðurinn sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás í miðborginni og ætlaði að leita hefnda með kylfunni, hann var laus eftir viðræður og ætlaði að fara heim til sín.