Hugleiðingar veðurfræðings
Skammt vestur af Reykjanesi er lægð sem ber með sér hlýtt og rakt loft. Í dag er útlit fyrir talsverða rigningu víðast hvar á landinu en helst er líklegt að þurrt verði á Austfjörðum. Gular viðvaranir eru í gildi vegna úrkomu sunnantil á landinu og hvassviðris á Miðhálendinu. Nokkur hlýindi fylgja einnig og má gera ráð fyrir hita að 18 stigum norðaustantil, en heldur svalara verður í rigningunni sunnan og vestanlands.
Á morgun er ríkjandi suðvestanátt í kortunum með skúrum vestantil en bjartviðri austanlands og svipuðu hitastigi, en næsta lægð er væntanleg á föstudag með norðlægri átt, kaldara lofti og talsverðri úrkomu á austanverðu landinu.
Veðuryfirlit
Um 170 km V af Bjargtöngum er 992 mb lægð. sem hreyfist lítið í dag en fer síðan NA. Yfir Bretlandseyjum er 1022 mb hæð sem þokast NA.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Suðausturland og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 8-15 m/s og rigning, mikil við suðurströndina en rigning með köflum á Austurlandi. Styttir smám saman upp seint í dag, fyrst vestantil en snýst í suðvestan 8-15 með skúrum þar í kvöld. Suðvestan 8-15 og skúrir um landið vestanvert í nótt og á morgun en léttir smám saman til á austanverðu landinu. Hiti yfirleitt á bilinu 13 til 18 stig austantil en 7 til 13 stig um landið vestanvert.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 5-13 m/s og rigning. Snýst í suðvestan 5-10 og styttir upp í kvöld um tíma í kvöld en skúrir í nótt og á morgun. Hiti 9 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s. Rigning á landinu austanverðu, talsverð á Austfjörðum fram eftir degi en skýjað og þurrt að mestu vestantil. Hiti 6 til 14 stig en 4 til 9 stig fyrir norðan.
Á laugardag:
Norðvestan 5-13 m/s. Rigning norðanlands en slydda á norðanverðu hálendinu. Skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan- og vestanlands.
Hiti 5 til 12 stig yfir daginn.
Á sunnudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s. Rigning um landið norðanvert, einkum framan af degi. Slydda á norðanverðu hálendinu. Líkur á skúrum sunnan jökla og á austanverðu landinu. Hiti 8 til 14 stig en 5-8 stig norðanlands.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna) og þriðjudag:
Fremur hæg norðlæg átt. Skýjað og dálítil væta norðantil en þurrt um landið sunnanvert. Hiti 5 til 12