Lögreglan á Suðurnesjum hefur greint frá nafni mannsins sem lést í sjóslysinu í Njarðvík þann 22. júlí síðastliðinn. Maðurinn hét Hörður Garðarsson.
Í tilkynningu lögreglu kemur fram að Hörður hafi verið fæddur árið 1958 og búsettur í Reykjavík. Hann lætur eftir sig fjögur börn, þrjú þeirra uppkomin.
Hörður var annar tveggja manna sem féllu í sjóinn eftir að sportbátur sökk út af Njarðvíkurhöfn. Var hann úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur málið til rannsóknar og er sú rannsókn á frumstigi.
Umræða