Neytendasamtökin hafa ítrekað vakið athygli á því að aðeins munar einni krónu á milli Bónus og Krónunnar á ótrúlega mörgum vörum og hafa hvatt Samkeppniseftirlitið til þess að rannsaka málið, án árangurs.
Kona vakti athygli á málinu á netinu, nú um helgina og þar kemur fram að það munaði einni krónu í verði á 31 vöru af 37 en fimm vörur af 37 vörum, voru ekki til:
,,Í dag fór ég og verslaði í Bónus á Selfossi sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema á eftir fór ég í Krónuna á Selfossi og bar saman verðin á sömu vörunni.
Ég var með 37 stk. á miðanum, 5 stk. Voru ekki til í sama merki ein var 10 kr. dýrari í Krónunni (Ora síld í karrý) og restin 31 stk!!! Getið þið nú……….það munaði EINNI KRÓNU á ÖLLU 31 stk. sem Bónus var ódýrari.
Bónus girðið ykkur í brók.“
Siggi Stormur spyr hvað Bónus eigi við með að ,,ALLT SÉ ÓDÝRT“