-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Vegtollar og einkavæðing á vegagerð

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Veggjöld og einkaframkvæmd

Samgönguráðherra leggur fram frumvarp á næstunni um að sex stórar samgönguframkvæmdir að lágmarki verði fjármagnaðar með veggjöldum í einkaframkvæmd. Í nokkrum tilfellum kemur til greina að ríkið leggi til allt að helming kostnaðar.

Sigurdur Ingi samgönguráðherra vill innleiða veggjöld og einkaframkvæmdir

Þegar samgöngusáttmálinn á höfuðborgarsvæðinu var kynntur í gær var jafnframt upplýst um þessi áform. Nefnd eru þessi verkefni: tvöföldun Hvalfjarðaganga, Sundabraut, brú yfir Ölfusá, brú yfir Hornafjarðarfljót, nýr vegur yfir Öxi, láglendisvegur um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Þetta kom fram í Speglinum hjá Rúv.
Þá hefur áður verið fjallað um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu, sem samgönguráðherra hefur kynnt sveitarfélögunum og geta orðið 400 þúsund krónur á ári fyrir mjög marga bíleigendur. Einkum þá sem búa í úthverfum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélögum
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sagði þar, að hann ætli að leggja fram frumvarp um að veggjöld í tengslum við þessar framkvæmdir. Aðferðin er sú sama og var við gerð Hvalfjarðarganga – veggjöld innheimt til að greiða kostnað og ríkið taki svo við þegar því er lokið. Hann segir að forsenda þessara verkefna sé að val sé um aðra leið. Verkefnin yrðu fjármögnuð með einkaaðilum eða fleiri aðilum.
Hann segir að útfærslurnar séu tvær. Annars vegar staðir þar sem umferð er mikil og getur auðveldlega staðið undir greiðslu á skynsamlegum tíma. Og hins vegar þar sem umferðin er heldur minni eins og til dæmis um Hornarfjarðarfljót og Öxi. Á þessum stöðum sé mikil pressa að flýta framkvæmdum. „Í þessum tilvikum erum við að leggja upp með þau áform að ríkið fjármagni þau að hluta, allt að 50%, til að halda greiðslunum niðri þannig að það sé augljós ávinningur að fara þessa styttingu heldur en að fara gömlu leiðina. En þú getur haft það val,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í viðtalinu.
https://frettatiminn.is/2019/09/12/vegtollar-geta-ordid-400-thusund-kronur-a-hvern-bil/