• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Þriðjudagur, 1. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Vaxandi lægð sunnan úr hafi kemur yfir landið í dag

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
27. september 2020
in Fréttir, Innlent
A A
0

Hugleiðingar veðurfræðings
Vaxandi lægð sunnan úr hafi gengur ákveðið norður yfir land í dag og hvessir þá heldur og rignir á austurhelmingnum, en snýst í vestlæga átt og rofar til þegar lægðin er komin yfir Norðurland. Lægð þessi er sem betur fer hvorki mjög djúp né kröpp, þannig að vindar verða í lægri kantinum. Rignir þó af talsverðum ákafa á suðausturhluta landsins eins og í Mýrdal og Öræfum, en mun minna annars staðar. Á morgun snýst í fremur hæga norðlæga átt og kólnar nokkuð. Dálitlar skúrir á víð og dreif og sums staðar slydduél fyrir norðan, en þurrt að kalla suðvestan til. Spáð er nokkuð órólegu veðri seinna í vikunni, en þó engum ofsa.
Spá gerð: 27.09.2020 06:07. Gildir til: 28.09.2020 00:00.
Veðuryfirlit
Skammt A af Ammasalik er kyrrstæð 992 mb lægð, sem grynnist heldur, en um 600 km S af Dyrhólaey er vaxandi 1002 mb lægð á leið N. Yfir N-Noregi er 1031 mb hæð og frá henni teygir sig hæðarhryggurir til Bretlandseyja.
Samantekt gerð: 27.09.2020 07:33.
Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg breytileg átt, en suðaustan 8-15 m/s austantil á landinu. Víða rigning, en úrkomulítið vestanlands. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast á Austurlandi. Vestlægari og styttir að mestu upp í kvöld, og kólnar heldur.
Norðlæg átt á morgun, víða 5-10 m/s. Dálitlar skúrir í flestum landshlutum en þurrt að kalla sunnan- og vestanlands og slydduél norðvestantil annað kvöld. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast syðst.
Spá gerð: 27.09.2020 10:52. Gildir til: 29.09.2020 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðvestan 3-8 m/s og dálítil rigning en léttir til seinnipartinn. Hæg norðlæg átt og bjart með köflum á morgun. Hiti 4 til 9 stig.
Spá gerð: 27.09.2020 10:48. Gildir til: 29.09.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðlæg átt, 3-8 m/s, en norðaustan 8-13 norðvestantil á landinu. Rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 1 til 9 stig, hlyjast á Suðausturlandi.
Á miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt 8-15 m/s og víða rigning, talsverð rigning suðaustantil, en úrkomulítð suðvestanlands. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á fimmtudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Rigning með köflum um norðanvert landið en úrkomulítið sunnantil. Hiti víða 2 til 7 stig.
Á föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og víða rigning, en að mestu þurrt um vestanvert landið. Hiti 3 til 8 stig.
Á laugardag:
Líklega austanátt með skúrum, en þurrt norðan og vestantil. Hlýnandi veður.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Salmonella staðfest

    Salmonella staðfest

    31 deilingar
    Share 12 Tweet 8
  • Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði

    16 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    24 deilingar
    Share 10 Tweet 6
  • Ungar konur réðust á gamla konu og stungu hana og lömdu

    85 deilingar
    Share 34 Tweet 21
  • Strandveiðisjómaður lést

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?