Þeir aðilar sem stóðu að útifundinum á Austurvelli sl. laugardag ætla að afhenda formönnum þingflokka á Alþingi skjal með kröfum fundarins. Það mun gerast í dag kl. 13:30 við innganginn að alþingishúsinu.
Samkvæmt talningu mættu 4.570 gestir á kröfufundinn sem bar yfirskriftina: „Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur!“. Það er enginn vafi á að fundargestir studdu og tóku hraustlega undir kröfur fundarins sem voru:
• Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 – Að sjálfsögðu með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu.
• Arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra.
• Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/23/namibia-er-ad-taka-rikisstjorn-islands-i-nefid/