Skipstjóri íslensks togskips hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gærmorgun og óskaði eftir aðstoð varðskips vegna vélarbilunar.
Skipið var þá statt um 16 sjómílur vestur af Látrabjargi. Nokkru síðar hafði skipstjórinn aftur samband við Landhelgisgæsluna en þá var lítils háttar leki kominn að skipinu sem dælur um borð réðu við. Varðskipið Þór var við Bíldudal og var þegar í stað kallað út.
Áhöfnin á Þór var snögg á staðinn og var komin að togskipinu á ellefta tímanum í gærmorgun. Varðskipsmenn skutu línu á milli skipanna og að því búnu var haldið áleiðis með togskipið til Reykjavíkur þangað sem skipin komu um hádegisbil í dag.
Í viðhengi má sjá myndband af störfum áhafnarinnar um borð hér: https://we.tl/t-WakqvbiQ4b
Umræða