Hvers eigum við að gjalda? Árið 2022 töpuðu lífeyrissjóðirnir um 845 milljörðum.
Rekstrarkostnaður fimm stærstu sjóðanna var 20,8 milljarðar. Þar af voru fjárfestingargjöld 15 milljarðar (þrátt fyrir gríðarlegt tap) og skrifstofu og stjórnunarkostnaður 5,8 milljarðar.
Launagreiðslur til framkvæmdastjóra fimm stærstu sjóðanna námu 167 milljónum á árinu 2022 eða að meðaltali 33,4 milljónir á hvern.
þetta eru aðeins 5 lífeyrissjóðir af 21.
Von er á miklu tapi á árinu 2023 og ljóst að margir sjóðir muni skerða réttindi.
Eignir lífeyrissjóðanna árið 2022 lækkuðu um 763 milljarða að raunvirði frá árinu 2021 samkvæmt tölum Seðlabankans og Landssamtaka lífeyrissjóða.
Mismunur á iðgjöldum í samtryggingardeildir (289,4 milljarðar, séreignasparnaður dregin frá) og útgreiðslum samtryggingardeilda (207,3 milljarðar) var 82,1 milljarður sem bætist við virðisrýrnun eigna á milli ára. Má því álykta að tap lífeyrissjóðanna á síðasta ári (2022) hafi verið um 845 milljarðar.
Góðar stundir.
Jóhannes S. Ólafsson stöðvaði lögbrot lífeyrissjóða – Tímamóta dómur
Umræða