• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 15. júní 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Jó­hann­es S. Ólafs­son stöðvaði lögbrot lífeyrissjóða – Tímamóta dómur

Jó­hann­es S. Ólafs­son.

Jó­hann­es S. Ólafs­son stöðvaði lögbrot lífeyrissjóða – Tímamóta dómur

Dóm­ur­inn staðfest­ir að breyt­ing­arn­ar hafa ekki nokkra laga­stoð og jafn­fræðis­regl­a og meðal­hófs­regl­a brotn­ar

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
1. desember 2023
in Fréttir, Innlent, Neytendur, Viðskipti
A A
0

Ákvörðun Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna um að lækka áunn­in rétt­indi yngri sjóðsfé­laga mis­mikið eft­ir ald­urs­hóp­um en hækka hjá þeim sem eldri eru hef­ur verið dæmd ógild í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Morgunblaðið fjallaði ítarlega um málið.

Líf­eyr­is­sjóður­inn er einn nokk­urra sem greip til þessa ráðs í kjöl­far þess að nýj­ar lífs­lík­ur eru hærri en kyn­slóðanna sem á und­an komu, segir í fréttinni um þennan tímamótadóm sem er stórmerkilegur.

,,Sam­hliða þess­ari breyt­ingu voru áunn­in rétt­indi sjóðsfé­laga auk­in þvert yfir lín­una í kjöl­far góðrar ávöxt­un­ar, en í ljósi fyrr­nefndr­ar lækk­un­ar varð heild­arniðurstaðan sú að rétt­indi voru skert hjá yngri ár­göng­um en auk­in hjá þeim eldri. Raun­ar var lín­an sú að þeir sem voru fædd­ir 1979 héldu sín­um rétt­ind­um frá því sem áður var. Hinir yngri fengu hins veg­ar lækk­un en þeir sem fædd­ir voru fyr­ir 1979 fengu hækk­un.“ Segir í frétt Morgunblaðsins.

Lífeyrissjóðirnir sem lögbrotið nær til

Um að er ræða breyt­inga­til­lögu á til­hög­un til sjóðsfé­laga sem samþykkt var af stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna þann 25. fe­brú­ar 2022.

Þeir líf­eyr­is­sjóð sem fóru þessa leið eru. Al­menni líf­eyr­is­sjóður­inn, EFÍA, Festa, SL líf­eyr­is­sjóður, Gildi líf­eyr­is­sjóður, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja.

Þeir líf­eyr­is­sjóðir sem fóru ekki þessa leið voru Frjálsi líf­eyr­is­sjóður­inn, Íslenski líf­eyr­is­sjóður­inn, Líf­eyr­is­sjóður banka­manna, Stapi, Birta, Líf­eyr­is­sjóður bænda og Lífs­verk.

Jafn­ræðis- og meðal­hófs­regl­ur brotn­ar

Karl­maður fædd­ur 1982 fór í mál við Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna. Lögmaður hans er Jó­hann­es S. Ólafs­son.

„Við erum auðvitað mjög ánægðir með bæði niður­stöðuna og for­send­ur dóms­ins. Dóm­ur­inn staðfest­ir að breyt­ing­arn­ar hafa ekki nokkra laga­stoð en geng­ur lengra og tek­ur sér­stak­lega fram að jafn­fræðis­regl­an og meðal­hófs­regl­an hafi verið brotn­ar. Í mál­inu er fall­ist á aðal­kröf­una okk­ar um að ógilda í heild sinni ákvæðið, sem fel­ur í sér mis­mun­un­ina gegn sjóðfé­lög­um sam­trygg­inga­sjóðsins.

Jóhannes S. Ólafsson
Jó­hann­es S. Ólafs­son Mynd/​aðsend

Þannig er ekki ein­ung­is fall­ist á að óheim­ilt hafi verið að skerða rétt­indi míns um­bjóðanda, held­ur einnig að óheim­ilt hafi verið að hækka rétt­indi þeirra sem eldri eru. Öll mis­mun­un­in er því dæmd ólög­mæt. Ég tel að þessi dóm­ur hafi svo fullt for­dæm­is­gildi gegn öll­um þeim líf­eyr­is­sjóðum sem fóru þessa leið, þ.e.a.s. að breyta áunn­um rétt­ind­um aft­ur í tím­ann út frá hinum nýju lífs­líkna­töfl­um frá FÍT.

Verði það niðurstaðan, þá eru all­ir sjóðirn­ir sem Talna­könn­un hf. reikn­ar fyr­ir, s.s. Gildi, Al­menni , Festa o.fl. í sömu stöðu og Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna. Breyt­ing­ar sjóðanna þurfa þá að ganga til baka geri ég ráð fyr­ir. En nú er auðvitað spurn­ing hvernig hver og einn sjóður túlk­ar þetta, auk þess sem ég geri ráð fyr­ir að menn vilji bíða eft­ir niður­stöðu Lands­rétt­ar og eft­ir at­vik­um Hæsta­rétt­ar í svona máli,“ seg­ir Jó­hann­es í viðtali við Morgunblaðið.

Umræða
Share5Tweet3
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Tónlistarmiðstöð formlega stofnuð og ný stjórn kynnt

    Alvarleg líkamsárás – Lögreglumenn veittu árásarþola fyrstu hjálp

    12 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Lögreglan rannsakar alvarlegt atvik á hóteli – Einni hæð hót­els­ins lokað af sér­sveitinni

    12 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Kona í gæsluvarðhaldi og grunuð um morð á dóttur og eiginmanni

    10 deilingar
    Share 4 Tweet 3
  • Húsleit í miðborginni

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • Þögn vegna ótta – Umræða sem íslendingar þora ekki að taka

    7 deilingar
    Share 3 Tweet 2
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?